Fjölnir - 01.01.1844, Side 77
77
(f). e. gváhærður) af hár, færr af fá, o. s. frv.; en á
vorurn dögum niunum vjer ekki bctur, enn það sje haft
einfalt í niðurlagi allra orða, nema í nafninu á bókstafnum
r (af því menn segja líka eff, e 11, emm, enn, ess).
ÍSvo stöðugri reglu ætti ekki að hagga, nema ef brýn
nauðsyn bæri til, vegna einbvers annars, er breyta þyrfti.
OIlu heldur mundi vera samkvæmt eBli málsins, að rita
fyr — en ekki fyrr (prius), ver, — en ekki verr (af
illa), gjör — en ekki gjörr (t. a. m. vita eitthvað
gjör enn annar). — Vera kann að einhverjum skiljist
ekki þegar, hvers vegna rita ætti einfalt r fyrir ur (t. a.
m. maðr, vaskr, gengr, austr), þó r væri tvöfaldað
(t. a. m. í annarr, færr); en þetta virðist þó vera í
föstu sambandi hvort við annað ; því þær tvennar breyt-
ingar, að setja ur f. r, og einfalt r f. tvöfalt (sömuleiðis
s f. ss, þar sem það var = s-r, og n f. nn, þar sem
það var == n-r), hafa orðið samfara í máli voru.
Raddarstafirnir i o'g y, í og ý eru að mestu Ieyti ná-
kvæmlega greindir í sundur; þó er ekki gjörð grein á
skíra og skýra, með þeim orðum. sem þar af eru leidd;
líka er ritað hlýt og hlýta f. hlít og hlíta (eins og:
til hlítar, hlíta einhverju), og gyldur f. gildur.
Að vísu segja og rita Danir gyldig, samkvæmt þjóöverska
orðinu gultig, sem þó er líka ritað giltig; en bæði er, að
þessi orð eru mynduð öðruvísi, enn gildur, enda gefur
að skilja, að danskan megi sjer ekki mikið í slíku efni á
móti norrænu, þegar svo lítur út, sem þeim beri ekki
saman *. — brigði f. brygði (3551) er Iíklega ekki annað
enn skrifvilla.
Annars kostar œtti að rita: bí og bífluga. En í fornöld
hafa menn ritað og nefnt ý í þessum orðum, t. a. m.
Jöfurr sveigði ý,
flugu unda bý.
Fornmenn hafa sagt og riíað drykkr, en Danir skrifa Drik,
o. s. frv.