Fjölnir - 01.01.1844, Side 101
101
]?essir 6 hlutir þykja oss helzt aðj.OrBskviðasafni
sjera Guðmundar.
J) Myndir orðanna eru víða rangar og sjálfunr sjer ósam-
kvæmar.
2) Bókin er full af allskonar orðtækjum, sem ckki eru
málshættir. Reyndar má samt ekki lýta höfundinn
fyrir það, því bæði kallar hann hókina “Safn af
íalenzkum orðskviðum, fornmælum, heilræðum, snilli-
yrðum, sannmælum og málsgreinum”, enda er nú
hægra, að greina slíkt sundur, enn þá hefur verið.
3) Margir af orðskviðunum eru dönskublandnir, en sumir
aldanskir, og eiga ekki hcima í voru máli. Samt er
þetta afsakanlegt, meðan verið er að safna; en ef
íslenzkt málsháttasafn væri komíð í það lag, sem vera
bæri, þá ættu danskir orðskviðir, sem einhvern tíma
hafa slæðzt inn í íslenzkuna, að standa þar aptan
við eins og viöbætir.
4) Jess er ekki getið urn hvern málshátt, eins og vera
ætti, hvar hann komi fyrst í Ijós, ef hann hefur verið
hafður í bókum. — Ekkert af þessu fernu verður vel
lagfært, fyr enn bókin er prcntuð í annað sinn.
5) Fjöldi orðskviða hefur meir enn eina mynd, og ættu
þær að vera til færðar á höfuð-stað hvers um sig, en
vísað til þangað á öðrum stöðum — hvort sem þær
eru merkar eða ómerkar, sjeu þær íslenzkar á annað
borð.
6) Líka vantar marga málshætti með öilu. Ur þessu
tvennu hefur Dr. Scheving hætt í sínu málsháttasafni,
og þarf ekki að taka það fram, að vel sje frá því
gengið, þar sem eins lærður og vandvirkur maður á
hlut að. Enda eru ekki líkur til, að miklu verði
hjeöan af við bætt. 3>ó viljum vjer nefna fátt eitt
ómerkilegt. Skinnbókin ÁM. 128 í 4 mun vera skrifuð
mestöll á 16. öld (nema seinustu blöðin á 17.). Á
blað, sem fest er framan við bókina, hefur Árni