Fjölnir - 01.01.1844, Page 107
107
Og J)á nian jeg, að það var sætur koss,
j)ú varst svo góð og augun kærleiksblíð ,
fyrst J)á jeg hafði faðmað j)ig um hríð,
mjer fannst eins og að af mjer tæki kross;
mjer fannst jeg hafa fengið dýrmætt hnoss,
jeg fengi aldrei betra mína tíð;
þá sagðirðu mjer frá syninum, er sjer glataði,
og seinna heim til föðurhúsa rataði.
En síðan hcf jeg sjeð það opt og tíðum,
að sæll er sá, sem föðurhúsa nýtur;
J)ví andstreymið oss enn [)á sárra bítur,
er einmana vjer stöndum uppi og stríðum;
að endingu, ef ósigur vjer bíðum,
er ekkert neitt, [)ví vina hyllin jþrýtur:
Jreir aka sjer og augunum loka báðum,
svo aumingjanum geti blætt í náðum.
Já, vinátta er orð, sem allir Jekkja,
þó ei hana margir þekki svo sem skyldi,
því fyrir löngu hún gengin er úr gildi,
þá Gunnar dó og Njáli, þá varð hún ekkja;
einungis þegar ákaft vín menn drekka,
þá ota margir hennar fagra skildi,
meö heitu enni og hendi tryggðum lofa,
um hjartað veit jeg ei — þeir fara að sofa.
En þó að aðrir bregðist, aðrir sofni,
í einum stað er lengi hæli að finna,
og það er í faömi foreldranna sinna,
því fágætt er að þeirra tryggðir dofni.
5ar blása tveir að eldi í sama ofni,
að ástinni, en hún þrífst opt við minna;
en þó er einn, sem öllum tryggðum eyðir,
óvinur manusins, sem að lílÍD deyðir.