Fjölnir - 01.01.1844, Side 113
113
sem Reykjavi'kur-nefndin hefur fært úr lagi, svo vjer fáum
f>að þjóðarjiing, sem konungurinn hafði fyrirhugað oss —
ráðgjafaþing, sem ekki sje Iagað eptir öðru, enn þörfum
Islendinga. En það er þó ekki sú hugleiöing ein saman,
að það sje sama að fresta framförum landsins og fresta
lögun jiingsins, sem hnígur að því, að hinir fyrstu
alþingismenn beiðist breytinga, heldur og þar á ofan sú
vitneskja, að það er harðla stopult á að ætla, að hinum
seinni mönnum muni gefast jafn-gott færi til, ab koma fram
breytingunum. Menn eiga því þegar á hinu fyrsta
alþingi að biðja konunginn að breyta þingsköp-
unum.
En áður enn vjer leitumst við, að brýna fyrir
mönnum ókostina á þingsköpunum, verðum vjer að minn-
ast lítið eitt á nefndina, sem þingsköpin hefur samið.
Islendingar eru, enn sem komið er, svo óvanir við að
gjöra greinarmun á aðfinningum við einstakar gjörðir
manna og aðfinningum við mennina sjálfa, að því þykir
ekki ofaukið. Nú eru þeir, sem við má búast, mýmargir,
sem þekkja einn af nefndarmönnum eða fleiri, sem þeim
er vel til og virða mikils, bæði sakir mannkosta og
framkvæmdar í embættisstörfum, og þótt ekki sje gjört
ráð fyrir því, að nokkrir þessara manna muni fyrir þá
skuld láta leiðast til að marka meira atgjörðir nefndarinnar
í alþingismálinu, enn íhugun málsins sjálfs bendir til,
óttumst vjer þó, að sumir þeirra kynni fyrir hina sömu
sök að kippa sjer upp við, ef fundið er á prenti að störf-
um nefndarmannanna, eða, sem verra er, sjálfir hh'fast við
að gjöra nokkuð það, er lýsi óánægju þeirra með þau
störf. En það væri þó mikil bernska. Menn geta, á
hverju landi sem er, haft marga mannkosti til að bera,
og gegnt vel embætti því, sem landstjórnin hefur þeim á
hendur falið, enda þótt þeir beri lítið skynbragð á alþjóð-
leg málefni, hvað þá heldur þótt þeir sjeu ekki færir um
að semja bætur á lögum og landstjórn, eða þeim yfirsjáist
8