Fjölnir - 01.01.1844, Síða 139
139
BOÐSBRJEF
um minnisvarða
eptir sjera TÓMAS SÆMUNDSSON.
J^að er hvers góðs manns aðal og einkenni, að vera
pakklátur við þá, sem gjört hafa vel til hans eða að minnsta
kosti viljað honum vel. Svo er það og ekki síður fagurt og
viðurkvæmilegt, að fjelög manna láti þakkir í tje við þá,
sem til þess hafa unnið. ^ó eru aldrei fegri þakkir
goldnar, enn þegar heil þjóð, hvort sem hún er stór eða
smá, færir af heilum hug þekkar þakklætisfórnir yfir moldum
framliðins manns.
A Islandi munu trautt finnast dæmi til, að neinn
maður hafi viljað hetur fósturlandi sínu, enn sjera Tómas
Sæmundsson. Frá því hann var barnungur að aldri, og
þar til er hann leið úr lífi í hlóma aldurs síns, var hugur
hans sifeldlega á kjörum og ástandi ættjarðar sinnar, og
þegar hann var fullkominn að aldri og þroska, varði hann
til fje og fjörvi, að vinna það, sem þarfast er landi og
lýðum ; en það er, að koma oss i skilning um, hversu
þjóð vor sje á vegi stödd í raun og veru og hversu mjög
henni sje áhótavant — því hver getur bætt úr þeim hlutum,
er hann hyggur ekki þurfa umbótar við? Ymsir af vinum
sjera Tómasar, bæði hjer og á íslandi, hafa því haft í
huga og rætt um sín á milli, hæði munnlega og brjeflega,
hversu það væri tilhlýðilegt og æskilegt í alla staði, að
honum yrði reist eitthvert minningarmark af sameiginleguin
kostnaði allra vina hans og ættjarðar sinnar.
Við þetta stóð, þegar vjer urðum þess vísir, að ekkjan
var í undirbúningi með að fá legstein yfir hann. En þar
eð menn sáu, að þetta mundi svipta burt tækifærinu til að
sæma minningu hans á þann hátt, sem helzt hafði verið
ætlað og beinast liggur við, þá urðu nokkrir til, að beitast
fyrir málið og bera það upp við ianda vora hjer í borginni
og í grennd við hana, en allir hafa gjört að því bezta