Gefn - 01.01.1873, Side 19

Gefn - 01.01.1873, Side 19
19 hið einasta óyggjandi fornaldarmerki, sem víst er að sé innlent, og það ber þó ekki ákaflega mikla menntun með sér. Rúnasteinarnir eru ótilhöggnir hnullúngsklettar og bæði þeir sjálfir og letrið á þeim án allar fegurðar (sama er raunar að segja um leturgjörð Grikkja og annara þjóða); en fornleifarnar — sem margar era svo fagrar í samanburði við rúnasteinana að það er merkilegur munur — sýna heldur ekki neina þá menntun sem kemur fram í Eddukviðunum (einkum í Rígsmálum); vér finnum engin gullker eða gull- bikara, því gullhornin sem fundust í Danmörku eru undan- tekníng frá öllu öðru og voru þar að auki ekki innlend þar; heldur ekki silfurdiska, því silfurdiskurinn Arnljóts gellina er líka undantekníng og getur verið skáldskaparhugmynd; silfrkalkr er nefndur í Ýnglíngasögu 41 (vér drepum einúngis á það sem elst er). Raunar höfðu menn gullhlað, gullhríngi og aðra prýði, en hversu gamalt þetta sé, vitum vér ekki. Engar herþjóðir ræntu Norðurlandabúa þessum ógurlega miklu og fögru auðæfum, sem sögurnar geta um — hvað er þá orðið af þeim? Ekkert, því þau hafa aldrei verið til nema í ímyndaninni. J>að sem fundist hefir í jörðu, er ekkert á móti gullauði sagnanna. Yér metum sögurnar ekki minna fyrir það, því skáldskapurinn er jafnfagur, þó liann ekki komi alveg heim við það sem verulega á sér stað. Gull og gersemar í sögum eru ætíð ljósshugmyndir, sem fylgja ekki einúngis sólarhetjunum (sem opt voru verulegir menn, eins og Ólafur Tryggvason, Haraldur harðráði og fleiri), heldur og einnig óvættum myrkranna, tröllum, dvergum og drekum, því það má eins hugsa sér að nóttin og myrkrið feli og geymi ljósið, eins og að dagurinn láti það skína og ljóma. Hér með er ekki sagt, að enginn smíðisgripur hafi verið til búinn á Norðurlöndum; en að ljómandi fegurð og listiieg smíð hafi verið innlend og samtíða öllum þeim ruddaskap og hroðafengni sem auðsjáanlega réði öllu lífi fornaldar Norðurlanda, það verðum vér að álíta ómögulegt. Kurteisi og hirðsiði þektu menn alls ekki, því allt sem þar 2*
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.