Gefn - 01.01.1873, Page 22

Gefn - 01.01.1873, Page 22
22 þó »húnskr« sé hin eiginlega mynd. Að Atlamál þurfi að vera ort á Grænlandi, sannast heldur ekki af því að þar er nefndur »hvítabjörn«; þeir þektust líka vel á íslandi; í Landnámu (III 3) stendur, að hvítabirnir ekki hafi þekst í Noregi fyrr en íngimundur gamli gaf Haraldi hárfagra húna tvo, sem hann náði á Húnavatni, og var þetta laungu áður en Grænland fannst, sem kunnugt er. Rn þó tveir húnar hafi þá komið til Noregs og einstöku sinnum eptir það, þá gat það ekki verið nóg til þess að koma upp þeirri hugmynd sem er í Atlamálum, heldur hafa hvítabirnir hlotið að vera almenn og sameiginleg þjóðarhugmynd, og skáldið hefir hlotið að þekkja þá sem villudýr og meinvætt, en ekki svo sem tamið dýr og gæft, sem búið var að missa alla náttúru sína. Hvítabirnir koma opt til Islands, en aldrei til Noregs, því þar kemur aldrei hafís; og þess vegna sést líka á Landnámu, að hafstraumarnir eða föllin hafa verið þá eins og þau era enn, að minnsta kosti um þessar slóðir. Annars sanna orðatiltæki eða hugmyndir úr útlöndum ekki nærri ætíð, að kvæðin hafi þar uppruna sinn, þó hugmyndin geti verið þaðan; þannig stendur í Laxdælu 24: »betri er ein kráka í hendi en tvær í skógi«, en krákur eru ekki á íslandi, heldur hrafnar; og þó í Hávamálum 91 sé talað um »hreindýr í þáfjalli«, þá sannar það ekki að þau sé ort í Noregi. Hreindýr þektust ekki á íslandi fyrr en á 18du öld, en Íslendíngar voru svo gagnkunnugir Finnmörk, að þeir hlutu að þekkja hreindýrin. Af þessu hefir Finnur samt ályktað, að kvæðið væri ort í Noregi, en á þeim tímum þókti óhæfa að eigna Íslendíngum Eddukviðurnar. Hirtir eru líka nefndir í Eddu, og sannar það ekki, að kviðan sé ort í Danmörku, eins og saga Hrólfs Gautrekssonar ekki er rituð í Asíu eða Afríku, af því þar er talað um ljón. í Völuspá 34, Oddrúnargráti 27 og Goðrúnarhefnu 33 er nefnd harpa. Vér heyrum þess varla dæmi að hörpur hafi verið hafðar á Norðurlöndum, og vér hyggjum að orðin »harpa«, »gígja«, »fiðla« og fleiri þess konar sé öll ýngri
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.