Gefn - 01.01.1873, Qupperneq 26
26
eða snjóa í Noregi og hversu kalt sem á Finnmörk er og
Hálogalandi, og þó í Noregi héti »Ryðjökull« og kannske
fleirum slíkum nöfnum, eða þó aldrei nema þar sé jöklar.
í sögum kemur fyrir »að gánga á jökla«, um þá sem voru
í óbvgðum. og vér megum þar ekki gleyma því, að það er
ætíð ímyndað, en ekki verulegur sannleikur; í Flóamanna-
sögu 23: »þeir fóru allir á jökla«; íHálfdánar sögu Brönu-
fóstra4: »Einn dag gekkHálfdán einn á jökla at afla fánga«;
sst. 6: »fóru þeir á jökla hvern dag«; í þætti af Jökli
Búasyni 2: »skulum við Úlfr gánga tveir á jökla«, líkt og
að »gánga um fjörur« í Gríms sögu loðinkinna 2 (sbr. Isl.
fjóðsögur II 321); en þessi hugmynd á ekki við Noreg,
heldur miklu fremur við Hellulands óbygðir og Grænland,
þar sem Íslendíngar áttu þá heima og ímynduðu sér mörg
undur og mikinn tröllskap. — Sá sem ort hefir Völuspá,
og þeir sem hafa ort allt sem henni er skylt, hljóta að hafa
séð eldgos; en að þetta gat hvergi verið á Norðurlöndum
nema á Islandi, vita allir; og fyrsta Heklugosið varð ein-
mitt um það leyti sem Sæmundur kom heim frá útlöndum;
þjóðsögurnar kenna honum og um Heklu-eld, og sú trú er
án efa allt í frá hans dögum (sbr. söguna um kistilinn í
ísl. þjóðs. I, 487); en hversu vel menn vissu, að jarðeldar
eru hvergi i Norðurálfunni nema á íslandi og Italíu. má
sjá af leiðarbók Nikolas ábóta (sem Werlauff gaf út. og
kallaði »Symbolae ad geographiam medii aevi,« bls. 27), þar
stendur: »þar (á Sikiley) er jarðeldr ok vötn vellandi sem
á Islandi«; og í Guðmundar sögu talar Arngrímur ábóti
einnig um þessa náttúra landsins svo sem einkennilega
(Biskupasögur 2, 5). — þ>ar sem í Völuspá 62 stendur:
»muuu ósánir akrar vaxa, þá er þetta líka íslendskt, því í
fornöld sáðu menn korni, eins og öllum er kunnugt af Njálu;
og miklu síðar, á sextándu öld, »frjófgaðist kornakur sjálf-
vaxinn« á Hrauni (Safn til sögu Isl. I, 675).' |>ar á móti
er óvíst, hvort »hvera lundr« (Völuspá 39) eigi að líta til
hvera eða vellandi vatna (sem nóg er af í Biskupstúngum