Gefn - 01.01.1873, Page 40
40
Náttúran er það eilíft band
allan er tímann sameinar;
um auðan lífsins ægisand
ótal hún breiðir rósirnar.
Fornöldin lifir alltaf í
augnabliM sem kemur nýtt,
og hennar gullnu glampa-ský
geislunum verma brjóstið hlýtt.
fegar vér nú snúum oss frá blöðunum til bókanna,
þá verðum vér að fara lengra aptur í tímann og taka sumar
bækur sem út eru komnar fyrir laungu, því bækur eldast
ekM eins fljótt og blöðin og eru fremur en þau ætlaðar til
frambúðar. Af því það er ekki tilgángur vor að rekja
bækumar í- þeirri áraröð sem þær hafa út komið, og enn
síður að telja upp hverja einustu íslendska bók af enum
seinni tíma bókum, þá tökum vér þær bækur sem oss finnst
þess verðar að einhverju leyti, án þess að fara út í hitt.
Hér verða þá fyrst fyrir oss enar tvær bækur Jóns
Sigurðssonar: fiskibókin og varníngsbókin. Vér vitum ekki
hversu mikinn gaum Íslendíngar hafa gefið þessum bæklíng-
um, en sé ekki svo að margir liafi sókst eptir þeim, þá er
það skaði, því fyrir utan það sem þær fræða um, þá sýna
þær hvað getur orðið úr málinu í höndum þess sem með
kann að fara, þó ekki sé um skáldlegra efni að tala en
fiskiveiðar og búskap. j>að má nærri geta hvernig með-
ferðin mundi hafa orðið ef einhverr hefði ritað þessar bækur,
sem bundinn er í fjötrum »skólamálsins«, sem vér köllum
svo. þ>etta »skólamál« er reigíngslegur spenníngur á ís-
lendskunni, og allt öðruvísi en nokkurntíma heyrist í dag-
legri ræðu manna á meðal. og mætti vel skipta íslendskum
rithöfundum í tvo flokka eptir því. í þessum bókum Jóns
Sigurðssonar fellur allt málið af sjálfu sér; höfundurinn er
ekki svo dauðhræddur um íslendskuna að hann rígbindi
hana í gaddfrosna forneskju, án þess hann á hinn bóginn