Gefn - 01.01.1873, Page 42
4 2
leg ef hún er vel ort, og margar lausavísur eru sannarleg
»ekta gullkorn«, svo útgefendunum verður í rauninni ekkert
borið á brvn að þessu leyti. Líkt mun og standa á öllum
kvæðunum, og svo er margur smekkurinn sem maðurinn er;
en þö mun því varla verða neitað, að einn befir betri smekk
og næmari tilfinníngu fyrir skáldskap en annar. Lökust eru
samt kvæði Kristjáns heitins Jónssonar, sem vér drápum á
að framan, og höfum vér þar tekið fram og lýst þeim
»skáldskaparanda«, þar sem orðaglamrið ber hugmyndirnar
alveg ofurliða, þó svo líti út, sem mörgum heima hafi þókt
ekki alllítið til þessa koma, og er það skekkja í tilfinníng-
unum og rángur skáldskaparsmekkur. Oþarfi var líka að
prenta hnjóðvísnr Sigurðar Breiðfjörðs um afa minn, því þó
ýmislegt megi finna til um einn mann, þá var nóg í því
efni að vísurnar væri geymdar í Smámunum Sigurðar. —
Á stöku stöðum eru meinlegar prentvillur, t. a. m. »stirnuð«
fyrir »stirðnuð« (bls. 18); »í« fyrir »á« (»hám sem að áður
á björkunum var« stendur í Svövu, og er það rétt, en hitt
er meiníngariaust), og á sönni blaðsíðu (50) stendur »fela«
fyrir »fella« — þetta hljóta menn að finna, ef menn eru ekki
hugsunarlausir; en annars ætlum vér ekki að fara að elta
allar smekkleysur sem finnast hér 1 mörgum kvæðum, því
þarmeð mæíti sprengja tilbera. Sumar vísur svnast vera settar
í bókina af persónulegum kuuníngsskap eða vináttu við
menn, en annars hafa útgefendurnir gefið mönnum tölu-
verðan skáldskaparforða að minnsta kosti með helmínginum
af bókinni; en hitt er gaman að hafa, svo að »et, prodesse
volunt et delectare poetae« kemur þar fullkomlega fram.
í>á er að minnast á kvæði Kristjáns Jónssonar. Til
þess að gefa út kvæði Jóns Thoroddsens varð að velja þrjá
ena mestu menn, og svo voru kvæðin gefin út með mikilli
fyrirhöfn og miklu umstángi af bókmenntafélaginu sem
á margar þúsundir dala og má heita auðugt, eptir því sem
um er að gera hjá oss; þrír menn urðu að lesa prófarkir-
nar, og guð einn veit hversu margar hendur hafa annars