Gefn - 01.01.1873, Qupperneq 50
50
en þrælar og svínhausar; höfuðið á þessum skrautmennum
ætlar raunar að rifna af vitsku og lærdómi, en hvaðan er
hann? hann er úr dagblöðunum, samanskrúfaður lygaþvætt-
íngur og eintómt bull; en sarnt eru þessir menn fjarskalega
reigíngslegir og merkilegir, því þeir hafa þann óbrigðula
töfrakrapt »menntunarinnar« í útlöndum, sem er kjapturinn:
þeir geta talað um allt án þess að vita neitt. Og þeir af
þessum mönnum, sem vita að ísland er til, þeir fyrirlíta
náttúrlega Íslendínga og álíta þá fyrir skrælíngja, eins og
vér opt fáum að heyra hér 1 blöðunum, og sjáum einnig í
ýmsum hókum. Vér höfum hér ekki talað um einstaka
menn, heldur um útlenda hæjarmenn, því þannig eru þeir
að jaínaði, og enn meir: allur handiðnamanna flokkur í út-
löndum, eins í Danmörku, er alræmdur fyrir þussaskap sem
á nú að kúgast með menntun og upplýsíngu, en það
mun gjörsamlega mistakast, af því kennararnir eru ónýtir:
þeir eru ónýtir af því þeir hafa sjálfir engan menntunar-
grundvöll, enga fornöld og enga sögu; þá vantar trúna og
hreinskilnina, sem er það eina sem er áreiðanlegt í þessum
heimi; en af kjaptæði og sjálfsþótta hafa þeir nægilegt., og
þar á er öll hin núverandi skólakennsla eiginlega bygð. Og
eitt hið merkilegasta teikn þessa tíma, sem vér nú lifum á,
er það, að þrátt fyrir ailar .prédikanir manna um jafnrétti
og heiðarlega atvinnu af hverju tagi sem er, þá er orðið svo
mikið djúp staðfest á meðal enna svonejndu »heldri manna«
og almúgans að það hefir aldrei verið meira; menn halda
hrókaræður útaf því hversu fyrirlitlegt það sé að vera
»fæddur aðalsmaður«, og það getur vel verið að slíkt hafi
ekki mikið að þýða; en nú þykjast peníngamenn og em-
hættismenn svo miklir að þeir álíta sem víst, að ef þetta
»heldra fólk« á silki og klæðisfötum sést gánga með peisu-
klæddum »dónum«, þá getur enginn af þess heiðurs-með-
bræðrum og silkisystrum verið þekt fyrir að líta við þeim
hinum skítfallna bróður, sem drýgði þann stórglæp að gánga
með peisuklæddum »dóna«. — Hvað bóka-auði vorum við-