Gefn - 01.01.1873, Síða 84
84
sér og rennur saman við það sem hún sér. þessi óskiljan-
lega sálarsjón verður ekki lærð né öðrum gefin; með henni
kemst skynsemin að takmarki sínu, hinu andlega og guð-
lega. Hin lægri, skynjandi skoðun felur engan sannleika í
sér; en einúngis það er sannleikur, sem skynsemin skilur
sem andlegt. Andi mannsins er forgengilegur, og er hnig-
inn í eðli líkamans af eigin synd; hann fer eptir dauðann
i dýr eða menn, eða í stjörnurnar'). J>essa samanblöndun
vmissa kennínga sjá menn hæglega að vera örstutt frá
Gnosticismus og þeim heimsspekíngaflokkum, sem honum
em skyldir, sem vér nú skulum hugleiða.
Gnosticismus. þetta nafn kemur af yvwaic, þekkíng,
og lítur til þess, að þeir flokkar, sem bera það nafn, þóttust
hafa þekkíngu — annað merkir það ekki. En aðaleðli
þessara flokka er það, að þeir létust sjá inn í einhvern
andaheim, með sálarsjóninni, og það var þessi þekkíng þeirra.
Kenníngar þeirra aðgreinast frá hinum nýplatónsku á því,
að Gnostíkarnir framsettu Krist í þeim á ýrnsan hátt, og
upphugsuðu ýmsar skiptíngar og ýms hlutföll andaheimsins,
sem minna á austurlanda trú. — Ýmsir trúarflokkar komu
upp eptir Krist, sem eru ekki eiginlegir Gnostikar, en þetta
er allt í rauninni svo skvlt, að vér höfum það saman.
þannig voru til að mynda Ebionitarnir, sem Tertúllíanus
segir að dragi nafn af Ebion, stofnanda sínum, en Origenes
af svipuðu orði ebresku, sem þýðir »fátækur«; þeir áttu
heima í Nabathea og víðar í landinu helga, og á Cyprus.
þeii' viðurkendu Krist einúngis sem spámann, og fylgdu
lögum Móses; Pál postula kölluðu þeir trúarníðíng(ap osta ta)
og vonuðu eptir jarðnesku ríki Messíasar.— Nazarearnir
trúðu yfirnáttúrlegri fæðíngu Krists og guðdómlegu eðli
hans; þeir áttu heima í Beroea og fylgdu lögum Móses. —
þá var og sá flokkur, er kallaðist Elkesaitar, en seinna
') Sálarflakks-kenníng Pythagoras, sem haun án efa hefir numið
á Egiptalandi.