Gefn - 01.01.1873, Side 92
92
anda, sem liggja bæði í stríði hvorr við annan og sameig-
inlega við hið góða. Heimssálin hefir 5 eiginlegleika: vind,
ljós, vatn, eld og líkama. Hinn sýnilegi heimur kemur
fram af baráttunni á milli ljóssríkisins og myrkurríkisins.
Ályktan. J>essar skoðanir lýsa erfiðri eptirleit eptir
sannleikanum, og það er svo lángt frá því, að menn hafi
nokkurn rétt til að skoða þær sem vitleysur, að þær einmitt
íela í sér djúpan sannleika. f>ær eru heldur ekki draumórar,
því flest í þeim má heimf'æra uppá trúna og náttúruhlut-
föllin; þegar menn skoða búníng þeirra sem líkíngarfullan
búníng (Allegoria), þá hverfur af þeim þetta ríngl, sem
mönnum finnst liggja í þeim. En hitt er og satt, að
mennirnir rugluðust og aðgreindu ekki hið trúarlega og hið
veraldlega með nógu ákvörðuðum takmörkum; en hvað á að
segja, þegar »hugurinn reikar víða« ? Sá sem lítið hugsar,
hann truflast síður en sá sem rnikið hugsar (confunditur
animus multa cogitans segir Augustinus). En því
ruglaðist þá ekki Platon eða Aristoteles? j>artil liggja tvö
svör: 1. j>eir voru gáfaðri en þessir menn og höfðu betur
vit á að greina hugmyndirnar í sundur; 2. þeir þektu ekki
ritnínguna eða Krist. j>ví eins og hið illa bægir mönnum
frá hinu góða, ef menn ekki yfirstíga það, eins verður hið
góða sjálft manni til falls, ef menn ueyta þess ekki réttilega;
þetta á jafn vel við um ritnínguna og sanna trú sem við
allt annað í heiminum; það er ekkert orð ritað, og Kristur
hefir ekkert orð talað, sem eigi má hártoga, rángskilja eða
misskilja, og tveir menn, sem skilja eitthvað sinn á hvorn
veg, geta báðir haft rángt fyrir sér. j>etta sést á mörgum
ágreiníngi katólskra og prótestanta, og ekki síst á meiníng-
unum um erfðasyndina.
Eg nenni nú ekki að hleypa mér út í nákvæmar út-
listanir á gnostisku kenníngunum; þær eru eins og allt
annað, að það má skoða þær á fleiri en einn veg. Eg
skal þess vegna benda á fáein atriði, sem mér nú detta í
hug. Gnosticismus er samsettur af þrem greinum 1. Sál-