Gefn - 01.01.1873, Qupperneq 100
100
ábótasetur. þar eirði hann ekki, og f'ékk Helóisu ábóta-
setrið til uraráða; en hún var abbadís í öðru klaustri og
réði ekkert við nunnurnar vegna lostasemi þeirra og óreglu.
Abailarð var síðan í átta ár ábóti í klaustri einu í Bretagne
og fékk ekkert ráðið við múnkana þar; síðan tók hann aptur
til að kenna og sóktu hann eins margir og fyrr, eða jafn
vel fleiri. Sýndi hann enn ýmsa hluti, er ekki samrvmdust
kirkjunni (í bókunum: Scito te ipsum, Theologia christiana
og Sic et non), og mótsagnir kirkjulæraranna. J>á fór
Bernardus á móti honum, og var hann dæmdur villumaður
og í klausturvarðhald að nvju, og bækur hans allar skyldi
á bál bera (1140). Eptir það var Abailarð kyrr og bjó
hjá ágæturn ábóta, Petrus venerabilis, til dauðadags (1142),
en sættist við Bernardus áður. J>annig er æfisaga þessa
merkilega manns, sem vér ekki þekkjum hans líka með
tilliti til ákefðar, heiptar og ástar. Bernardus af Clara-
valle (Clairvaux) var sannheilagur maður og innblásinn af
heilögum anda svo mikið sem maður má vera; hann hneig-
ist til Mysticismus og lýsa því öll hans rit. Merkir og
vitrir lúterskir guðfræðíngar kannast við að öll æfi hans
sé sveipuð kraptaverkanna geislandi dýrð. Frá fyrstu
barnæsku stóð hann á móti freistíngum holdsins, og menn
vita ekki um hann hinn minnsta skugga nokkurrar syndar.
Hann var jafnt riðinn við ríkisvöld sem kirkjumálefni, og
sóktur frá einu landi til annars til þess að dæma milli
þengla og þjóða. Engin hræsni var hjá honum fundin, hann
var blíður og góður, en refsaði harðlega misbrúkun klerka-
valdsins; honum stóð páfatignin til boða fremur en öllum
öðrum, en hann neitti því. Bæn og hugsun um guð var
öll guðfræði hans (Orando facilius quam disputando et
dignius Deus quaeritur et invenitur, segir Bernardus, og
benda þessi orð á anda tímans). Af engum manni eru sögð
jafn mörg og mikil kraptaverk og Bernardus, það er engu
líkara en Jesú Kristi sjálfum, sem af honum er sagt, og
miklu fremur en þorláki helga, sem honum er þó líkastur