Gefn - 01.01.1873, Side 104
104
kunni jafn vel austuvlanda mál sem grisku og latíuu og
ritaði í öllum vísindagreinum, en hann kugsaði ekki mikið
upp sjálfur; að Ijölhæfni var haim mestur allra trúarheims-
spekínga, en hvergi nærri eins djúpsær og hinir þrír. J>að
liggur við að mönnum megi ægja hversu mikið sá maður
hefir komizt yfir að rita; verk hans eru 21 bindi in folio,
alls konar efnis. Hann lagði mjög stund á náttúruvísindi,
og þekti marga hluti er ökunnir voru almenníngi; því lék
það orð á honum, að hann væri fjölkunnugur, en aldrei
komst hann í stríð við kirkjuna.
4. Roger Baco (1214 — 1294) álíta sumir fjölhæfastan
mann allrar miðaldarinnar, og liann var lángt á undan
sínum tíma í mörgum greinum. Hann nam fræði í París
og Öxnaturðu. Hann kunni latínu, grisku, hebresku og
arabisku eins vel og ensku og frakknesku; hann rýndi lángt
fram fyrir sína öld inn í reikníngslist, stjörnufræði, læknis-
fræði og öll náttúruvísindi, og lét ekki lenda við eintóma
skoðun, eins og annars var siður, en reyndi og prófaði
sjálfur alla hluti, og réði alltaf til þess aö gánga þann veg.
Tilraunir hans í efnafræðinni leiddu hann svo lángt, að
hann sá fyrir þá hluti, sem menn nýlega hafa upp götvað;
hvað sem menn segja um Salomon de Caus eða þá sem
menn rekja til uppáfinníngar gufuvélanna, þá er auðséð, að
Baco hefir séð það miklu fyrr. Hann segir í þeirri bók,
sem er ritin um Ieyndardóma listanna og náttúrunnar (de
secretis artis et naturae), að menn geti búið til slík verk-
færi fyrir skip, að þau geti farið yfir fljót og höf miklu
harðar en með árum, og menn geti búið til vagna, sem
geti runnið hart áfram án nokkurra eykja. þótt menn eigi
reikni uppgötvan púðurs og skotfæra eldri en til 15. aldar1),
þá hefir Baco samt sagt í sama riti, að efmenn láti sérlegt
’) þannig segja menn almennt x fræðibökum skólanna; en menn
vita með vissu að púðrið, o: efni sem haft var til að spreingja
grjót með, er miklu eldra (frá 12. öld) — en til skotfæra hefir
það ekki verið notað fyrr en seinna.