Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Side 1

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Side 1
1870. I. Limdsstjórn. HlÐ þríðja löggjafarþing íslendinga var sett 1. dag júlímán- aðar sem vandi cr til. Voru á því þingi flestir liinir sömu þingmenn og liöfðu átt sæti á hinum fyrri löggjafarþingum. Til þingsins komu eigi þingmaður ísfirðinga, Jón riddari Sig- urðsson frá Kaupmannahöfn, og hinn nýkosni þingmaður Suð- ur-Múlasýsiu, Jón bóndi Pjetursson á Berunesi; liafði lasleiki hamlað þeim báðum frá förinni. Af nýjum þingmönnum komu Björn ritstjóri Jónsson sem fulltrúi Strandasýslu í staðinn fyrir Torfa bónda Einarsson á Kleifum, er andaðist 1878; sömuleiðis komu og tveir nýir þingmenn fyrir Skagafjarðarsýslu, Jón land- ritari Jónsson og Friðrik bóndi Stefánsson á Ytra-Vallholti; af hinum fyrri þingmönnum þessa kjördæmis var annar þeirra, Jón kaupstjóri Blöndal, andaður, enn hinn, Einar bóndi Guð- mundsson á Hraunum, vildi ei lengur hafa þingsetu á hendi. Hið fyrsta af störfum þingsins var að kjósa embættismenn þess, og urðu þeir þessir: forseti hins sameinaða alþingis varð Pjetur biskup Pjetursson, en varaforseti þess Dr. Grímur Thom- sen; skrifarar hins sameinaða alþingis urðu Eiríkur prófastur Kúldog ísleifur prestur Gíslason Forseti í neðri deild þings- ins varð Jón bóndi Sigurðsson á Gautlöndum, og varaforseti sömu deildar Dr. Grímur Thomsen; skrifarar neðri þingdeildar urðu ísleifur prestur Gíslason og Björn ritstjóri Jónsson. For- seti hinnar efri deildar þingsins varð Pjetur biskup Pjetursson, varaforseti sömu deildar Bergur amtmaður Thorberg; skrifarar efri deildarinnar urðu Magnús yfirdómari Stephensen og Eiríkur prófastur Kúld. Á þessum blöðum er ei rúm til þess að greina frá að- Fkjettir trá íslanbi 1879. 1

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.