Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Qupperneq 5
LANDSSTJÓRN.
5
7. Þingsályktun um bygging á húsi handa alþingi ogsöfn-
um landsins.
8. ------- a, um að setja nefnd til að rannsaka notlc-
un á landsfje í þarfir lærða skólans.
b. um skólamál.
9. a. um a5 getja nefnd til að rannsaka,
hvernig laxafriðunarlaganna hafi verið
gætt.
b. um laxveiðarnar í Elliðaánum.
10. ífingsályktun, er snertir yfirskoðun landsreikninganna.
11. ffingsályktanir, er snerta álit yfirskoðunarmanna lands-
reikninganna 1876—77.
12. Kosning yfirskoðunarmanna landsreikninganna fyrir árin
1878 og 1879.
13. þdngsályktun um að setja nefnd til að íliuga fátækra-
löggjöf 8. jan. 1834.
Ein uppástunga var felld.
Fyrirspurnirnar voru þrjár: ein frá Dr. Grími Thomsen,
1. þingmanni Gullbringu- og Kjósarsýslu um verzlunarsamn-
ing milli Danmerkur og Spánar, önnur frá f>orláki Guðmunds-
syni, 2. þingmanni Árnesinga um reglugjörð og laun handa
hreppstjórum, og þriðja frá Páli Pálssyni, þingmanni Skapt-
fellinga um frávísun umboðsmanna Hörgslands- og Kaldaðar-
ness-spítala.
Enn fremur skal þess getið, að undir þinglok voru kosnir
tveir menn til þess að yfirskoða landsrcikningana fyrir árin
1878 og 1879; fyrir kosningunni urðu þeir yfirdómari Magn-
ús Stephensen og Dr. Grímur Thomsen.
Af öllum þessum málum tóku fjárlögin upp lengstan tíma,
enda er og í þeim margs að gæta. í frumvarpi stjórnarinnar
var sú áætlun gjörð, að tekjur íslands á fjárhagstímabilinu yrðu
791923 kr. 20 aurar, enn útgjöld 717399 kr. 94 aurar, og af-
gangur 74523 kr. 26 aurar, er leggjast skyldi til viðlagasjóðs-
ins. En í meðferð þingsins breyttist þetta nokkuð, svo að
eptir ágizkun þess urðu tekjurnar nálægt 14000 kr. minni, eða
77782,5 kr. 20 aurar, og útgjöldin að sama skapi minni, nl.