Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Síða 6
6
LANDSSTJÓRN.
704725 kr. 12 a. Hjer er eigi rúm til þess að sýna, í hverju
þessi munur er fólginn; en í ýmsu var þetta frumvarp öðruvísi
en þau, sem hafa komið frá undanfarandi þingum, og má
þar til nefna laun sýslumanna, sem hófu með öðru gjöldin til
umboðsstjórnarinnar úr 194000 kr. upp í 31G000 kr. Til vísinda-
legra og verklegra fyrirtækja hafði stjórnin lagt til að veittar væru
10000 kr., en þingið veit ti ei nema 6000. Til skóla (kvenna- og
barnaskóla), bókasafna, forngripasafnsins og menntunarfjelaganna
veitti þingið að öllu samtöldu rúmar 18000 kr., til óvissra
útgjalda G000 kr. o. s. frv.
Landbúnaðarlaga-frumvarpið frá stjórninni var afarmikill
bálkur, og er það bæði mikið mál og vandasamt; enda var
ekki tekinn til umræðu nema einn þáttur þeirra, um ábúð
jarða, og varð hann ei útræddur', og beið svo frumvarpið til
næsta þings.
Eitt hið helzta af þeim málum, er afgreidd voru frá
þinginu, var frumvarpið um skipun presta og kirkna; hefir
þess verið áður getið í frjettum þessum sem undirbúnings-
frumvarps frá nefnd þeirri, er til þess var kosin. Eptir því
frumvarpi eru 140 prestaköll á landinu. Enn fremur var af-
greitt frumvarp um eptirlaun presta; skal eptir því hver prest-
ur hafa að eptirlaunum 10 kr. fyrir hvert ár, er hann hefir
verið við prestsþjónustu. í’rumvarpið um uppfræðing barna
í skript og reikningi leggur prestunum á herðar að sjá svo um, að
hvert barn, sem fermt er, sje nokkurnveginn að sjer í skript og
einföldum reikningi.
Þingi var sagt slitið 27. ágúst, og hafði það staðið yfir í
58 daga, og voru þar af 50 virkir dagar. í neðri deild þess
voru haldnir 61 fundir en í efri deild 54, og í sameinuðu
þingi 3. Pingið hafði alls 94 mál til meðferðar, og af þeim
voru 73 lagafrumvörp. Af frumvörpum þessum voru 27 af-
greidd sem lög, 7 eigi útrædd, 28 felld af þinginu og 7 tekin
aptur af þingmönnum sjálfum. ffingið hefir því miklu af-
kastað, þar sem þó sum af lögum þessum og málum tóku upp
afarmikinn tíma og höfðu rnikla fyrirhöfn í för með sjer. í
þinglok ritu báðar þingdeildirnar konungi sitt ávarpið hvor
til þess að flytja honum kveðju þess og heillaóskir.