Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Page 7

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Page 7
LANDSSTJÓRN. 7 Hinu þriðja löggjafarþingi lauk með friði og samlyndi, og þannig er á enda hinn fyrsti kjörhringur löggjafar-þinga íslend- inga. Löggjafarstörfin hafa byrjað vel og hamingjusamlega, og furðanlega miklu verið aflcastað á eigi lengri tíma enn þessi er orðinn. Það er eigi við að búast, að allir felli sig við gjörðir þingsins í öllu; en slíkt hefir lítið að þýða, þó einhver finni að eða þætti annað betra, því bæði er það, að þingið má ei fremur en aðrir gjöra svo öllum líki, og annað það, að frum- smíðir standa til umbóta, þar sem um lög er að ræða sem annað. Sumum þykir þingið afkasta litlu, en þessi aðfinning er á litlnm rökum byggð; fyrst og fremst hefir þaðlokið mörg- um vandasömum lögum, sem raikinn tíma þarf til, svo sem vegalögum, læknalögum, þingskapalögum, launalögum, tíundar- lögum, skattalögum, tolllögum, póstlögum, kirkjumálalögum og mörgum fleirum, sem mikið kveður að; annað er það, að eigi dugir að hrapa að setning laga, sem gikla skulu fyrir land og lýð. Fjárlögin hafa jafnan tekið upp mikinn tíma, enn á þess- um tíma hefir fjárhagur landsins líka komizt í allgott horf. Allmiklu fje hefir verið varið til framfara og framkvæmda, þó að árangurinn hafi ekki altjend verið svo mikill sem skyldi. Meiri hluti manna er og á því, að verja fje landsins því til framfara, en eigi geyma það eins og grafið gull ávaxtalaust. Enda var og á þessu þingi óspart lagt fje til ýmissa fyrirtækja, sem nauðsynlega þurftu fram að fara, t. d. um 100,000 krón- ur til þinghússmíðar, allmikið fjc til aðgjörðar dómkirkjunni í lteykjavík o. s. frv. Sömuleiðis voru og veitt lán til ýmissa fyrirtækja, sem eru til mikilla framfara fyrir land og lýð, svo scm brúargjörða, o. fl. Nokkrar af þessum íjárframlögum verða nefndar síðar. fað má telja merkilegt í stjórnarsögu landsins, að þetta þing er hið fyrsta síðan málstofurnar urðu tvær, að mál voru rædd í sameiginlegu þingi. f>að voru fjárlögin, sem komust þangað, og má óhætt telja það til góðra framfara, þar eð skoðanir manna geta þá komið Ijósar fram samhliða og í einu, og við það geta mál gengið fljótara; því að það er auðvitað, að mál- stofuskiptingin er stundum eigi annað, en til tafar. Vegabætur á fjallvegum hafa orðið nokkrar þetta ár

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.