Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Side 12

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Side 12
12 LANDSSTJ()RN. sýslu. —19. dag marzmánaðar voru Stofáni Jónssyni presti á Þóroddsstað veitt Mývatnsþing í Suður-Þingeyjarprófasts- dæmi. — 21. dag sama mán. var præpos. honor. Sveini Ní- elssyni R. af Dbr. veittur Hallormstaður í Suður-Múlasýslu. — 15. dag aprílmánaðar var Magnúsi Gíslasyni presti að Sauðlauksdal veitt lausn frá prestsembætti frá fardögum 1879’ og var aðstoðarprestur J'ónas Bjarnarson aptur skipaður prestur þangað 10. dag júnímánaðar. — 24. dag maímánaðar var eptirfylgjandi prestum boðið að þjóna nokkrum aukabrauð- um fyrst um sinn. J>eir voru þessir: Ásmundur prófastur Jónsson í Odda átti að þjóna ásamt Odda Keldna- og Stórólfs- hvolskirkjusóknum í Rangárvallasýslu. Skúli prestur Gísla- son skyldi auk Breiðabólstaðar þjóna Teigs- og Eyvindarmúla- sóknum í sömu sýslu. Sveinbjörn Guðmundsson prestur í Holti skyldi auk þess þjóna Stóradalskirkjusókn í sömu sýslu. Jón prófastur Jónsson í Bjarnanesi átti og að þjóna Ein- holtssókn í Austur-Skaptafellsprófastsdæmi. — 27. dag ágúst- mánaðar var kandídat ílinari Jónssyni veitt Fell og Höfði í Skagafjarðarsýslu. — 29. dag sama roáD. var Jóni þ>or- steinssyni presti í Húsavík veitt Lundarbrekka í Suður- fingeyjarprófastsdæmi. Á umboðum varð sú eina breyting, að Ólafur hrepp- stjóri Pálsson á Höfðabrekku var 19. dag febrúarmánaðar settur til að gegna í'ykkvabæjar- og Kirkjubæjarklaustursum- boði um stundarsakir. IJinn 23. dag maímánaðar var prestaskólakennari Helgj Hálfdánarson sæmdur riddarakrossi dannebrogs- o r ð u n n a r. Heiðurslaun af gjafasjóði Kristjáns konungs hins ní- unda hlutu Eyjólfur bóndi Guðmundsson á Geitafelli á Vatnsnesi fyrir afburða dugnað við æðarvarp og Jón Hall- dórsson í Kollafirði fyrir þúfnasljettun (16570 □ faðma), garð- rækt, kirkna- og húsabyggingar, 160 kr. hvor. Hið konunglega danska landbúnaðarfje- lag veitti Oddi bónda Eyjólfssyni á.Sámstöðum í Rang- árvallasýslu silfurbikar að heiðurslaunum fyrir jarðyrkjudugnað, einkum vatnsveitingar.

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.