Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Page 13

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Page 13
ATVINNUVEGIR. 13 II. Atvinnuvegir. Árferð þetta ár hefur verið nokkuð misjafnt í ýmsum hlutum landsins, enn þó eigi svo, að það geti eigi orðið tekið í einu lagi. fess er getið í frjettunum frá 1878, að frostasamt hafi verið um jólaleytið og undir árslokin; hörkur þessar hjeld- ust fram yfir nýárið ; snjór mikill á Suður- og Vesturlandi og vestursýslum Norðlendingafjórðungs, en í ífingoyjarsýslu og á Austurlandi voru jarðbönn mikil. Um nýárið sást til hafíss fyrir Norðurlandi. Litlu eptir það svíaði til, og hafíshroða rak í burtaptur; en bráðum gekk aptur harðviðri og hríðar, og hjelt þeirri tíð fram undir iok marzmánaðar. Þá gjörði hláku góða um allt land, svo að öríst varð í Húnavatns- og Skagafjarðar- sýslum, og allgóðar jarðir komu upp í snjóasvoitunum nyrðra og eystra. En sú hláka varð eigi heldur langgæð, því að 29. marz gekk aptur í norðanhríðar. Þó tók heldur að mifda veð- urátt úr því. Um sumarmálin og síðara hlutann af apríl var blíðutíð, en í byrjun maímánaðar gjörði hríðarkast á norðan, og snjóaði þá víða norðanlands. Vorið var afarkalt og þurrt og og optast frost á nóttum. Sumarið var blítt, og svo þurrt, að varla kom deigur dropi úr lopti svo að nokkru næmi, neina á Austurlandi og í Skaptafellssýslum var fjarska óþurrkasamt; liaustið var hvervetna hið blíðasta þar til hinn 20. október, að gjörði hríð á norðan í fjóra daga svo mikla, að í sumum sveitum var nær haglaust eptir. En rjett á eptir gjörði hláku góða, og mátti síðan heita, að sú hláka hjeldist fram undir jól; þá voru ein- lægar þíður og blíðviðri, liver dagurinn öðrum betri; stundum var þá samt nokkuð hvassviðrasamt. Um jóliu voru hrein- viðri með nokkrum frostum og veður hið fegursta. Af e 1 d g o s u m er lítið að segja; í ágústmánuði þóttust sumir menn sjá til elds í hafi fyrir Keykjanesi, og nokkru síð- ar er sagt að vikur nokkurt hafi rekið þar nærlondis. Annað vita menn ei neitfc um þessa eldsuppkomu. Grasvöxtur var víða í rýrara lagi, einkum á túnum og þurrlendi, því að það vantaði vætu þá, er til þurf'ti í hinum miklu þurrkum. Tún brunnu víða, einkum þar sem þau voru hólótt, eða eigi varð veitt vatni á þau. Sömuleiðis spilltust þau víða

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.