Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Side 19

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Side 19
ATVIINJNUVEGIIÍ. 19 ljetu engan ugga af íislti sínum fyr, en kaupmenn ljetu þá seint og síðar liafa það verð, er þeir kröfðust. Líkt þessu gengur jafnan með ullarverðið nyrðra. l’etta sýnir, að verzlunin er alveg á öfugum fæti stödd, og vcrður þess líkloga langt að bíða, að hún komist í rjett horf. Áður nefndur fundur getur verið eins og dæmi upp á samkomulag manna í þessu efui. Allmik- ið af ull og æðardúni lá óselt ytra, og var því í mjög lágu verði (ull 66—67 aura, dúnn 9 kr. 50 aura). Hæsta verð á saltfiski þetta ár varð á Isatirði 60 kr. Um vöruvöndun er það lielzt að segja, sem er gamalt viðkvæði um okkur íslend- inga, að hún er enn þá aum og ófullkomin, og fyrir það er líka íslenzka varan í því verði sem hún er, að hún er svo illa vönduð. Ullin er víða nærri því óþvegin, og fiskurinn blaut- ur, og þó að surnir hafi vandað vel vöru sína, hefir þess ekki gætt, þar cð illri vöru og góðri hefir verið liaugað hverri innan um aðra hjá kaupmönnum, og öll varan síðan litið út eins og vond vara og skemnid. Við þessu vildu kaupmenn reyna að gjöra sjálfir, og gekkst Tryggvi kaupstjóri Gunnars- son fyrir því, að kaupmenn gengju í fjelag með að gjöra grein- armuu á vöruiium eptir gæðum. Fjekk hann í fjelag þetta með sjor 6 af stórkaupmönnum þeim, er verzlun reka hjer við land, og samþykktu þeir síðan nokkrar reglur um það sín á milli. Áttu þeir eptir þeim samþykktum að hafa matsmenn á verzlunarstöðunum, um kauptíðina, er lil þess þættu liæfir að kveða á um gæði varanna, Verðmunur átti að vera á vör- unum eptir gæðum þeirra. Sauðarskrokkar, sem vægu yfir 48 pd., skyldu teljast <'ágæt» vara, 48—40 pd. skrokkar nr. 1, 39—32 pd. nr. 2, og 31—24 pd. skrokkar nr. 3. Hið ágæta kjöt skyldi borgast 2 aurum betur en nr. 1, og síðan þriggja aura munur á nr. 1 og nr. 2 og nr. 2 og 3. Ljettari skrokkar en 24 pd. skyldu ekki teknir í verzlun. Á ull átti að gjöra líka greining; afbragðsgóð ull skyldi teljast «ágæt», og vera borguð 5 aurum betur cn liinar tegundirnar, og sömuleiðis átti að hafa 5 aura mun á öðrum stigum hennar. Svipaðan mun áseltu þeir sjer að leggja á aðtar vörutegundir, að svo miklu leyti sem því yrði við komið. fetta varð til þess, að alþýða manna vandaði betur þvott á ullinni um vorið, en 2*

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.