Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Page 21

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Page 21
ATVINN UVEGTR. 21 Yígði biskup hana eptir aðgjörðina 14 s. m. Önnur bygging. er má heita stórbygging, var gagnfræðaskólinn á Möðru- völlum. Til byggingar hans var veitt af landsfje 27400 kr., og var lokið smíð hans og húsið tekið út 23. dag septembermán- aðar. Tryggvi kaupstjóri Gunnarsson hafði annazt smíðina, en yfirsmiður var Jón Stefánsson timburmaður á Akureyri. Skólinn er allur af timbri gjör, tvíloptaður, og kjallari múraður undir niðri. Hann er rúmar 30 álnir á lengd, nær 14 álnir á breidd og 12álna hár á lausholt. í honum eru 4 kennslustof- ur, 2 á lopti uppi og 2 niðri, og auk þess íbúðarherbergi fyrir skólastjóra, svefnloft fyrir pilta, leikstofa og svo framvegis. Allur er skólinn hinn vandaðasti, handrið öll við stigana úr rauðaviði (Mahagoni), bitar og umbúnaður allur hinn ramm- gjörvasti og hvervetna mjög vel umbúið. I‘að er að eins hið sorglega, að húsið er eigi úr steini, svo það hefði getað staðið um aldur og æfi. S i g 1 i n g a r til landsins gengu fremur illa, og var þó ei hafísinn til þess að hamla mönnum að komast að landinu. Helztu tjón á verzlunarskipum voru þessi: 30. dag marzmánaðar strandaði norskt kaupskip <• Ellida•> við Þormóðssker undan Mýrum; hlaðið vörum. Hafði það fyrst hrakizt vestur fyrir Jökul, en get- að síðan snúið aptur, en lenti í þokum, svo að skipverjar vissu eigi hvar þeir fóru, fyrenskipið hjó niðri og sökk þegar. Skipverjar komust á bátum slippir í land. 1. dag maímánaðar strandaði norskt timburskip, «Ossian», fyrir Látrabjargi; allir menn kom- ust af. 3. s. m. sleit upp danskt verzlunarskip, «Else», á Eyr- arbakka, hlaðið vörum; rak það upp í sand og brotnaði í spón. Eitthvað fórst og af frakkneskum fiskiskútum hjer við land, eins og vant er að vera, og or eigi þörf að telja þær hjer. S 1 y s f a r i r hafa orðið nokkrar þctta ár, og eru það einkum skiptaparnir, scm nokkuð kveður að. í norðanstorm- unum týndust 2 skip af Akranesi, 27. dag febrúarmánaðar, og voru lOmenn á þeim alls. 30. dag aprílmánaðar týndist róðr- arskip fyrir Landeyjasandi, og voru á því 10 menn. 23. dag ágústmánaðar fórst bátur með 4 mönnum á Álptanesi, rjett að segja við landsteinana. 26. dag septembermánaðar týndist bát- ur með 4 mönnum frá Hvaleyri við Hafnarfjörð. í október-

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.