Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Side 27

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Side 27
MEN1VTUN. 27 lit yfir hin helztu atriði þjóðmegunarfræðinnar og getur verið lientugt fyrir alþýðu, þar eð það setur fram efni sitt í svo Ijettum og auðveldum búningi som hægt er. í náttúruvísindum komu tvö rit, sem bókmennta- fjolagið hoíir gefið út. pað hefir ráðið af, að gefa út nolckur smárit náttúrufræðilegs efnis, með alþýðlegum blæ, til þess að gefa alþýðu manna hugmynd um, hvað þau vísindi sje. pessi rit eru kölluð í framhaldandi röð stafrof náttúruvísind- anna. 1. hepti þess er efnafræði eptir H. E. Roscoe; það er með 36 myndum, og lýsir hinum helztu undirstöðuatriðum efnafræðinnar ljóst og alþýðlega; myndirnar eru allgóðar og skýra vel efnið. 2. heptið er eðlislýsing jarðar- innar, eða sem kallað er physisk landfræði, eptir A. Geikie, með 20 myndum. Petta rit. gefur ágætt yfirlit yfir hið helzta í myndun jarðarinnar, jarðlaganna, fjalla, dala, o s. frv.; það lýsir vatninu, loptinu og hinum helztu eðlisatburðum, sem koma fram á jörðunni. Rit þessi eru hin nauðsynlegnstu og ættu að vera lærð í barna- og unglingaskólum og jafuvel kvennaskólum þeim, sem eru að fæðast og þegar eru fæddir hjer á landi. í sagnafræði og landa kom ekkort rit út á þessu ári eingöngu, nema lýsing íslands eptir Halldór yfir- kennara Friðfiksson; það er að mestu að eins endurprentun af landafræði hans hinni gömlu. Pessu ári tilheyrir þó reyndar líka mannkynssöguágrip Melsteðs, síðara hepti, að því leyti sem það heyrði til bókum þjóðvinafjelagsins þetta ár. Páll Melsteð er Islendingum of vel kunnur af sagnaritum sínum hinum eldri einkum hinni st.óru veraldarsögu sinni, til þess að eg fari að mæla annað með ágripi þessu en það, að það sje í alla staði ágætt, og jafnvel hið bezta, sem frá höfundarins hendi hefir komið. Viðburðirnir eru svo mátulega og. nærri að segja, hnittilega valdir og settir í samband sín á milli, sem nauðsyn- legt er, þegar gefa skal stutt ágrip af einhverri stórfengri vís- indagrein. Mál höfundarins er eins og það er vant að vera hreint og óblandað, fjörgað með þægilegri kímni, og þó hverju barni auðskilið. Til f o r n f r æ ð i s r i t a, sem út liafa komið, má telja íslenzkar fornsögur I. bindi, er bókmenntafjelagið hefir gef-

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.