Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Side 38

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Side 38
38 MANNALÁT. lcastaði Schepelern moklum á kistuna, en að því búnu báru íslenzkir stúdentar bana inn í grafhvelfing kirkjunnar. Merkiskonur, scm bafa dáið á þessu ári, eru þessar binur helztu, er nú skal greina: Ungfrú M a r g r j e t Stefánsdöttir T li ó r a r e n- sen á Akureyri andaðist eptir langa legu 10. dagjanúarmán- aðar; bún var fædd 18. febrúar 1803. — 1. dag aprílmánaðar andaðist húsfrú Arnfríður Sigurðardóttir, kona Benidikts prófasts Kristjánssonar á Múla; hún var fædd 8. nóvem- ber 1829. — Kkkjumadama Hildur Eiríksdóttir á Bergstöðum í Svartárdal dó 6. dag sama mánaðar, á 71. ári. — Húsfrú Guðríður Torfadóttir, ekkja Þorsteins sál. Einarssonar prests að Kálfafellsstað, dó 12. dag maímán- aðar. Hún var fædd 3. febrúar 1805. — Húsfrú Kristín Jónsdóttir, ekkja Sveins prests Benidiktssonar á Mýrum í Alptaveri, móðir Benidikts sýslumanns Sveinssonar og systkina hans, d'í í Reykjavík 21. dag júlimánaðar á níræðisaldri. -- Húsfrú Kristín Pálsdóttir (prests á Viðvík), kona Einars bónda Guðinundssonar á Hraunum, dó á spítalanum í Reykja- vík 9. dag ágústmánaðar af innanmeinutn, hún var mesta merkiskona. — Frú Kristín Ólína porvaldsdóttir Thór- oddsen, ekkja Jóns sýslumanns Thóroddsens, dó í Reykjavík 27. dag nóvembermánaðar; hún var fædd í Hrappsey 24. júni 1843, og giptist Jóni sýslumanni 29. dag ágústmánaðar 1851. Hún var mesta valkvendi, og unnu benni allir, er nokkuð kynntust benni. £>á leið ekki beldur langt á milli þeirra hjóna, Jóns Sigurðs- sonar og íngibjargar konu lians, því hún dó 9 dögum síðar en maður hennar, hinn 16. dag desembermánaðar. I n g i- björg Einarsdóttir var fædd 9. dag októbermánaðar 1808, og giptist Jóni Sigurðssyni 1845. Líki hennar var veitt- ur sami umbúnaður og líki manns hennar, og fór útför hennar fram við Garnisonskirkju 23. dag sama mánaðar, hjeldu þeir Schepelern prestur og Eiríkur prófastur ræður við útförina. Eptir ósk þeirra hjóna var þá þegar ráðið af meðal íslend- inga í Kaupmannaböfn að senda lík þeirra hjóna upp til ís_ lands um vorið eptir; skrifaði Tryggvi alþiugismaður Gunnars-

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.