Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Side 39

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Side 39
WANNALÁT. 39 son landshöfðingja, og bað hann að annast nm útför þeirra hjer á landi, oglagði það jafnframt til, að þau yrðu jörðuð á lands- ins kostnað, eins og ílestar þjóðir gjöra um skörunga sína. Eptir lát íngibjargar sálugu kom upp erfðaskrá (testamenti) hennar, dagsett 13. dag desembermánaðar, þrem dögum áður enn hún ljezt. í skránni getur hún þess, að hún viti, að það var einlægur vilji manns hennar, að gefa íslandi mestan hlut eigna sinna eptir þau látin; en sakir veikinda hans hafi það dregizt svo, að það muni aldrei liafa orðið af því. Eptir sinn dag gefur hún íslandi tvo þriðju eigna sinna, sem afgangs verða skuldum og útfararkostnaði, og skal stofna afþvísjóð, er nefn- ist «sjóður Jóns Sigurðssonar»; næsta alþingi skal ákveða, til hverra framfara sjóðnum skal varið, og semja reglur fyrir notlc- un hans; eigi raá verja til þess nema vöxtunum, en liöfuð- stóllinn skal æ vera óskertur. Að síðustu áskilur hún sjer að fylgja líki manns síns til Islands. Hjer má geta þess, að þegar iandið keypti bókasafn Jóns Sigurðssonar hið milda eptir hann fyrir 25000 króna fyrir fám árum síðan, þótti mörgum landsmönnum þar vera illa farið með fjármuni landsins, er þeim væri svo ausið út, án þess víst væri, hvað í mót væri; nú sýnist svo, sem menn þurfi ei framar að harma kaup þessi, þar sem þetta mikla og merka safn er nú nærri því sem hrein og bein gjöf orðið landsins eign, og stendur sem svo margt annað sem óbrotgjarn minnis- varði þessa mikla manns í landi hjer.

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.