Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Page 43

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Page 43
LANDSSTJÓRl*. 43 að mæla fram moð einum presti til veitingar, ef brauðið er laust. Á fundum liafa allir gjaldendur atkvæðisrjett. í lijer- aðsnefnd eru sjálflíjörnir allir prestar prófastsdæmisins og pró- fastur forseti; ennfremur er í hana kosinn einn maður úr sókn hverri. Forseti skal kalla saman einn fund á ári hverju í sept- embermánuði, til að ræða mál þau, er útkljá skal á hjeraðs- fundum, t. d um uppfræðing barna, siðsemi í söfnuðum, eignir kirkna og meðferð þeirra, upptöku, niðurlagning og færslu þeirra úr stað, breyting á prestaköllum o. s. frv. Gjörð- ir fundanna eru gendar biskupi. Brúna á Skj álfan daflj óti skal leggja á hentug- um stað. Til þess skal veitt 20000 kr. lán úr landssjóði vaxtalaust um 3 ár, en síðan skal lánið borgast í 28 ár moð 0"/o þannig, að einn þriðjungur borgist úr sýslusjóði Suður-Þing- eyinga, annar úr sýsluvegasjóði beggja Pingeyjarsýslna og þriðji úr jafnaðarsjóði norður- og austurumdæmisins. Reglugjörð fyrir hreppstjóra var gefin út af landshöfðingja 29. dag aprílmánaðar, og er hún í flestu mjög lík bráðabyrgðarfrumvarpi því, er gefið var út 1875. Hjer er livorki rúm nje þörf til að fara að taka ágrip af þessari reglu- gjörð upp, þar eð hún er heldur löng og margbrotin til þess. Má hjer að eins geta þess, að hreppstjórum er ætlað miklu meira verksvið en áður, og hafa eptir henni margt það á hendi, er hingað til hefir verið álitið að eins meðfæri sýslu- manna. Mun eigi af veita, að hreppstjórar sjeu vel menntir, ef þeir eiga að komast út af slíku slindrulaust. Þeir eiga að hafa á hendi rannsóknir í glæpamálum, gæta fanga, koma í veg fyrir flakk, húsmennsku og lausamennsku og hafa gætur á því, sjá um þurfamannaflutning, hafa gætur á óleyfilegri verzl- un og prangi, vogum og mælum, helgidagabrotum, vogrekum, fuglafriðun, æðarfugladrápi, laxveiðum og selalátrum, rjettindum og sambúð húsbænda og hjúa, háseta og formanna; sjá um vegi, brýr, ferjur, o. s. frv., Qallskil og göngur, ásetning á haustum, meðferð á skepnum, gæta hundahalds, höfuðsóttaríjár, óleyfilegra lækninga bæði á rnönnum og skepnum; túngarða- hleðslu og framfara í landbúnaði, kirkjugarða- og kirknaviðhalds, útflutninga til annara landa, skipstranda, slysfara, sjálfsmorða,

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.