Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Side 46

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Side 46
46 LANDSSTJÓRN. að haga þeim ferðum svo hið næsta ár. í’etta ár hjelt þó fje- lagið öll heit sín, nema að því er farþegarúmin snerti, og voru margir óánægðir, er kring um land fóru, hve lítið rúm þeim væri ætlað, er væru á öðru rúmi, því að þeir neyddust til að liggja úti á þilfari eða niðri í lestarrúmi í farangri og vörum, og urðu þó að gjalda jafnmikið, og þó að þeir hefðu fengið rúm inni í lyptingunni, þar eð þeim hafði verið selt farbrjef fyrir rúmi, sem hvergi var til. Áferðum landpóstanna hafa engar þær breyt- iugar orðið, sem sjeu svo mikils varðandi, að því taki, að þess sje getið hjer. fó má geta þess, að amtsráðið í vesturamt- inu ákvað að stofna eina aukapóslferð frá Stað í Hrútafirði til Stykkishólms. pessi póstur á að taka brjef og seudingar, sem ganga milli Norður-og Yesturlands, svo að eigi sje verið að flytja þær suður í Beykjavík og koma þeirn þannig pósta í milli. tess má geta, að á þessu árí voru tekin upp íslenzk spjaldbrjef, til þess að skrifa með eitthvað lítið og almennt með póstum. Spjaldbrjef þau, er ætluð eru til þess að fara milli póststöðva á íslandi, kosta 5 aura, milli íslands og Danmerkur 8 aura, en þau, er ætluð eru til þess að fara milli póststöðva á íslandi og annara landa en Danmerkur, 10 aura. Vegabótum var haldið áfram ótrauðlega á þessu sumri, og skal hjer að eins getið hinna helztu fjallvega, er að hefir verið unnið og við lokið. Það er kunnugt, að um undanfariu ár hafa menn verið að vinna að vegagjörðum yfir hálendi það og heiðar, er ganga í útnorður af miðhálendi íslands og greinir Norður-og Vesturland. Þar eru þrír fjallvegir, Gríms- tungnaheiði, Holtavörðuheiðiog Kaldadalsvegur merkastur. í’etta sumar var lokið vegagjörðum á Kaldadalsvegi og Holtavörðu- heiði, svo að þeir vegir eru orðnir góðir yfirferðar. I'arf nú ei hið illræmda klungur á Skúlaskeiði framar að verða neinum að fótakefii, sízt fyrst um sinn. Vegurinn á Holtavörðuhciði er að sínu leyti ei eins góður, enda er hann og tekinn að skemm- ast, það er fyrst var gjört af lionum. Bætt var við veginn á Grímstungnaheiði, en þar gengur ei svo fljótt, þar sem um 13 mílna langan veg er að gjöra, víðast livar hinn versta við- fangs. Sömuleiðis var þá og lagt fje til vegagjörðar á Yxna-

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.