Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Page 47

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Page 47
LANDSSTJÓRN. 47 dalsheiði, Vatnsskarði, Siglufjarðarskarði, Bröttubrekku, Hellis- heiði, og víðar, Alls var lagt af landssjóði þetta ár 20000 kr. til fjallvega, og er það allmikið fje, en nægir þó ei til þess er þyrfti. Fje þessu var skipt þannig niður: 1, til Hellisheiðar . . . . 8323 kr. 54 a. 2, — Kaldadalsvegarins .,...., . 2000 — » - 3, — Holtavörðuheiðar . 5289 — 5 - 4. — Bröttubrekku , 500 — » - 5, — Haukadalsheiðar . 400 — » - 6, — Laxárdalsheiðar I O o ?; — Vatnskarðs og Siglufjarðarskarðs . 1905— 16- 8, — Öxnadalsheiðar . 1182— 25- Amtsráðið í norður - og austurumdæminu lagði og til, að veitt væri af sýsluvegasjóði 300 kr. til þess að leggja brú á Eyvindará í Suður-Múlasýslu. IJá var og af ráðið að leggja brú á Kolbeinsdalsá (Kolku) í Skagafjarðarsýslu. Um brúargjörð á Skjálfandafljóti liefir verið áður talað. Sömuleiðis var og hald- ið áfram að tala um brýrnar á í*jórsá og Ölfusá, enn ei meira, því að mönnum rís hugur við kostnaði þeim, er þær hafa í för með sjer; var því svo frestað að gjöra frekara út um það til næsta þings. Kosningar til ajþingis fóru fram víðast hvar í septembermánuði, og var mikið í munni manna með að láta þær nú fara sem bezt, þó að menn þættust eigi allskostar á- nægðir með þær eptir á; upptalning þingmanna setjum vjer hjer ei, en geymum hana til þingsögunnar í frjettum frá næsta ári. Mikið var rætt um ólöglegar kosningar í blöðunum, en þó var þeim ei kippt upp nema í Árnessýslu; þar höfðu orðið fyrir kosningum Valdemar prestur Briem og Magnús biskupsritari Andrjesson. Par var ei endurkosið fyr en vorið 1881. Sömu- leiðis fóru kosningar í Norður-Múlasýslu ei fram fyr en með vorinu. Hveruig kosningar hafi fallið, ber ei að dæma og verð ur ei dæmt fyr en þinggjörðir dæma það sjálfar. Prestastefna var að venju haldin 5. dag júlímánað- ar og næstu daga; mættu þar alls 14 prestar. Hið helzta, sem kom þar til umræðu, var hið sama og fyr, um að auka vald

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.