Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Page 61
ÁRFEHÐ OG- ATVINNUVEGIR.
61
stönginni hjekk spjald, og stóðu á því þessi orð: M e ð lögu m
skal land byggja, og leit það til þingsins, en á hinni
hjekk spjald með þessum orðum: Vísindin efla alla
d á ð; skyldi það benda til safna þeirra, er geymd skyldu í
húsinu. Klukkan 1 voru lúörar þeyttir, og sunginn sálmurinn:
Vor guð er borg á bjargi traust. Síðan gekk landshöfð-
ingi Hilmar Finsen að hornsteininum, og lagði silfurskjöld einn
ígrópáhonum, ásamt peningamyntum þeim öllum, er nú gilda,
og lagði síðan steinlok yflr grópið; gekk þá biskup landsins,
Pjetur Pjetursson, og laust með hamri 3 högg á steininn og
mælti: «í nefni heilagrar þrenningar.» Síðan tók landshöfð-
ingi til máls, og skýrði frá letri því, er á skildinum stæði og
fór nokkrum orðum um ritningar orð þau, er á honum stóðu.
Skjöldinn hafði smíðað Páll gullsmiður Þorkelsson. Sungið var
þá kvæði eitt, er átti við atvik þetta, eptir dr. Grím Thomsen,
og að endingu «Eldgamla ísafold». Letur það, er á skjöldinn
var grafið, var þetta:
Samkvæmt fjárlögum íslands fyrir árin 1880 og 1881
og ályktun alþingis 1879 er þetta hús byggt handa
alþingi og söfnum landsins á 17. ríkisstjórnarári
Kristjáns konungs hins IX.
Ráðgjafi: J. Nellemann.
Landshöfðingi: Hilmar Finsen.
Forsetar alþingis: biskup Pjetur Pjetursson og Jón Sigurðsson
frá Gautlöndum.
Byggingarnefnd
kosin af alþingi: Árni Thorsteinson, Bergur Thorberg,
Grímur Thomsen, Tryggvi Gunnarsson, Þórarinn Böðvarsson.
Arkitekt: F. Moldahl.
Yfirsmiður: F. Bald.
Jóh. 8,32.: Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa.
9. júní 1880.
Við athöfn þessa var mesti fjöldi manna staddur, og allir
helztu menn úr nærsveitunum. Síðan var haldið áfram húss-