Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Page 68
68
MENNTUN.
ins. Hið helzta í því voru tvær ritgjörðir eptir Benidikt Grön-
dai, önnur um útgáfu Guðbrands Vigfússonar á Sturl-
ungasögu og inngang hennar, gagnorð og góð varnar-
grein gegn þeim, er vilja svipta Islendinga lofsorði því, er þeim,
en ei öðrum, ber að rjetta fyrír hinar fornu bókmenntir þeirra;
hin er um fornfræði og mannfræði, ágætlega fróðleg
grein og skemmtileg. — f>jóðvinafjelagið gaf út Andvara
5. ár, og er hann hið fróðlegasta rit, er lengi hefir út komið;
í honum er æfiágrip Jóns Sigurðssonar eptir Eirík prófast Briem,
mjög laglega ritið, en fer lítið út í annað en hið pólítiska líf
hans og starfsemi, en minnist helzt til lítið á hina vísindalegu
starfsemi hans og þýðingu. J>ar með fylgir steinprentuð and-
litsmynd Jóns, en hún hefir eigi tekizt svo sem skyldi. Tvær
ágætar greinar eptir Þorvald Thoroddsen eru þar og; önnur er
ágrip af ferðasögu Nordenskjolds kring um Austurálfu, og fylgir
henni uppdráttur af ferð Vegu kring um álfuna; hin er ágrip
af hinum nýjustu skoðunum jarðfræðinganna um jarðfræði,
um myndun hnattarvors og framsókn lífsglæðingarinnar
á honum. Báðar þessar greinar eru hinar ágætustu. Síðast
er vísindaleg grein eptir Gísla Brynjólfsson um aldatal, og
er hún vel og vísindalega samin og ber vitni um afarmikinn
lærdóm. Auk Andvara gaf það og út Uppdrátt íslands,
eptir stuugu hins minna uppdráttar bókmenntaQelagsins og
nokkrum leiðrjettingum, helzt á austurhluta hálendisins. Upp-
dráttur þessi er fyrirhugað að fylgi lýsing íslands, er Porvald-
ur Thoroddsen hafði þá í smíðum, en eigi gat komið út þetta
ár. Hið þriðja rit, er út kom, var Almanak fjelagsins, sem vant
er, með árbók Islands og annara lauda og ýmsum fleiri fróð-
legum viðaukum. Þar var og lítið ágrip af æfi Jóns Sigurðs-
sonar með trjestunginni mynd, og hefir hún tekizt miklu betur
en steinstungan á Andvara. Forseti fjelagsins er Tryggvi kaup-
stjóri Gunnarsson, og veitti hann því svo góða forstöðu þetta
ár, að sagt er, að fjelagsmenn hafi fjölgað um helming; en eigi
er hægt að segja, hve margir eru fjelagar þoss, því að engin
skýrsla hefir komið út frá fjelaginu nú um nokkurra ára tíma.
í guðfræði og stjórnfræði hafa engin rit
komið út þetta ár, svo teljandi sje. Kirkjutíðindin hafa eigi