Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Side 72

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Side 72
72 MENIVTUN. nákvæm undirstaða; það er 57 fet á lengd; annar endinn er afhýsi, 17 fet á lengd, og var gólfið í því öllu steinlagt. far fannst og blítsteinn mikill, og bolli í högginn; þótti þctta mjög merkur fundur. fetta skoðaði allt varaformaður fjelagsins Sig- urður Vigfússon. Björn Olsen rannsakaði vandlega Borgarvirki í Víðidal, og gaf um það nákvæma skýrslu; sömuleiðis var og Goðhóll á Flateyri við Önundarfjörð skoðaður. Þetta var mikið afreksverk af fjelaginu á fyrsta ári, og hefði mátt gjöra meira, ef ije hefði eigi skort, en því er að þakka, að svona mikið vannst, að fjelaginu voru veittar 300 kr. úr landssjóði. Á árs- fundi fjelagsins 2. dag ágústmánaðar voru fjelagar 19 með 25 kr. tillagi eitt skipti fyrir öll og 158 með tveggja króna tillagi á ári. í fjclaginu eru 18 konur. Sálmabókarnefndin kom saman þetta sumar sem fyrri, en eigi er oss kunnugt um, hvað hún hefir afrekað, enda er örðugt að koma miklu í verk fáa daga á ári, en seinfært að gjöra mikið með brjefritum landshorna á milli. Hvað snertir fjestyrk þann, er nefndinni ber að fá upp í ferðakostn- að sinn, lagði ráðgjafi það til, að landshöfðingi mundi geta tekið styrk þann af fje því, er ætlað var til óvissra útgjalda á árunum 1880—81, en benti um lcið til þess, að reyna að fá hjá biblíufjelaginu fje það, er þar til þarf, þar eð honum var kunnugt um, að það leggur upp um 300 kr. á ári hverju. Fór svo að lokum, að biblíufjelagið lagði skerf til þessa fjestyrks fyrst um sinn. IV. Könnnð fjöll. Það má telja til nýlundu, að þetta sumar tóku nokkrir f’ingeyingar sjer ferð á hendur og fóru fjallkönnunarferð um austuröræfi íslands, einkum um svæðið kringum upptök Skjálf- andaffjóts, þaðan austur með Vatnajökli að norðanverðu, mill- um hans og Ódáðahrauns, og síðan niður hjá Herðubreið og ofan Mývatnsöræfi. Tilefni þeirrar farar var það, að Jón al- þingisforseti Sigurðsson á Gautlöndum bar upp á hjeraðsfundi Suður-Þingeyinga 18. dag júnímánaðar, að gjöra skyldi þá um sumarið gagngjörða landaleit fyrir ofan fjallbeitir manna, til þess

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.