Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Side 76

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Side 76
76 KÖNNUÐ FJÖUL. Reykjahlíð, og höfðu þá veiið 9 daga í för þessari. Höfðu þeir alltaf haft hið bezta veðurlag, bjart og gott, og var því að þakka hinn göði árangur fararinnar. Hingað og þangað fundu þeir kindaskrokka, helzt af lömbum, en það gat verið meira af slíku þar um slóðir. Helzti og bezti árangur farar- innar er, að fundizt hafa hagar og ijárstöðvar, er eigi voru áður kunnar, og upptök á ám, er eigi þekktust áður, eða menn höfðu rangar 'ímyndanir um, og það hið þriðja, að Vatnajök- ulsvegur er vel fær, og þarf eigi að bera hagleysi við, þar sem nú eru nýfundnir hagarnir við Gæsavatn, sem Björn Gunn- laugsson vissi eigi af, því að hann hafði farið þar norðar um. Má telja þessa för mjög mikilvæga fyrir kunnugleika á öræfum íslands, og væri betur, að svo væru kannaðir fleiri hlutar af ör- æfunum, því að víðar getur verið ókunnugt en þarna; en þá þyrfti og að liafa mælingafróða menn í förinni, til þess að leið- rjetta mætti nákvæmlega það, sem rangt er í uppdráttum manna hingað til. V. Ú t f ö r J ó n s Sigurðssona r. í>ess var getið í frjettunum frá fyrra ári, að Jón riddari Sigurðsson og kona hans, Ingibjörg Einarsdóttir, önduðust í desembermánuði það ár, og var þar í fám orðum getið um út- för hans í Kaupmannahöfn, og að það var einlægur vilji þeirra hjóna, að bein þeirra mættu hvíla á íslandi. Tryggvi kaup- stjóri Gunnarsson stóð fyrir útförinni ytra, og tilkynnti síðan landshöfðingja í brjefi lát þeirra, og það með, að þau hefðu æskt þess, að vera flutt til íslands og jarðast þar. Sömuleiðis mæltist hann til þess, að landið kostaði útför hans, og mæltist landshöfðingi þegar til þoss við ráðgjafann, að hann leyfði, að svo mætti vera; veitti ráðgjafinn það þegar. Pegar þetta var komið í kring, tók landshöfðingi sjer aðstoðarraenn til umsjón- ar við útförina; voru þeir Björn skólakennari Ólsen, H. E. Helge- sen, forstöðumaður barnaskólans í Keykjavík, Matthías ritstjóri Jocliumsson og Steingrímur skólakennari Thorsteinsson teknir í nefnd þessa rneð landshöfðingja. Hinir tveir síðastnefndu og

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.