Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Blaðsíða 23
NOKKRIR ÞÆTTIR
27
en sleppt öllum öðrum mönnum, s. s. páfum, legátum og konungum
utan norræna áhrifasvæðisins. Til heiðni eru taldir þeir menn, sem
ætla má, að séu aldir upp í heiðnum sið, þótt þeir síðar tækju kristna
trú, og eins kristnir menn, sem bjuggu í heiðnu þjóðfélagi og ætla
má, að hafi búið við heiðnar venjur í viðurnefnum. Um nokkra 11.
aldar menn er ógerlegt að segja með vissu, hvort þeir hafi alizt upp í
heiðnum eða kristnum sið, og gætir þar því nokkurs handahófs, en
þau viðurnefni, sem þannig stendur á um, eru svo fá, að áhrifanna
mun varla gæta í heildarniðurstöðunum. Sem dæmi má nefna, að
Snorri goði er alinn upp í heiðnum sið, en öll hans börn eru talin upp-
alin í kristnum sið, þótt vafi megi leika á, hversu djúpum rótum hann
hafi stáðið í þjóðfélaginu fyrstu áratugina eftir kristnitöku. Bæði
heimildarritin taka til heiðinna og kristinna manna, en Sturlunga
mun ekki geta um neinn heiðingja, sem ekki er jafnframt í Land-
námu, en hún getur aftur á móti um nokkra kristna menn, sem ekki
er getið í Sturlungu, einkum menn frá 11. öld og byrjun 12. aldar.
Til viðurnefna eru ekki talin starfsheiti eins og goöi, lögsögumað-
ur, lögmaSur, læknir og prestur og heldur ekki heiti samsett af -goði,
ef fyrri liður orðsins er dreginn af héraði, t. d. Ljósvetningagoði. Af
viðurnefnum er þeim sleppt, sem dregin eru af átthaga s. s. Höfða-
Þórður, Hvamm-Sturla, nema jafnframt felist eitthvað meira í því,
eins og t. d. Mostrarskegg. Þá eru þau talin. Ennfremur er sleppt
viðurnefnum, er lúta áð aldri, s. s. hinn ungi og hinn gamli. Hér verð-
ur ekki gerð grein fyrir hverju einstöku viðurnefni af öllum þeim
Karlar
Konur
Tafla um notkun vifurnefna í heiöni og kristni.
Fjöldi viðurnefna
Heildar- Fjöldi ] manna, er aðeins notað í notað bæði I
tala ber viðurnefni heiðni/kristni heiðni og
manna tala % kristni tala %
heiðni 2367 590 24,9 373 52 7,1
kristni 2429 469 19,3 307
heiðni 761 43 6 38
kristni 542 11 2 7 3 6,3
fjölda, er fyrir kemur í Landnámu og Sturlungu, enda gerist þess
ekki þörf, því þau er öll að finna hjá E. H. Lind, Norsk-islandska
personbinamn frán medeltiden, Uppsala 1920—1921. og skal vísað á
það rit um frekari fræðslu um þau. Þess í stað verður gefin heildar-
mynd af viðurnefnanotkun í heiðni og kristni, eins og hún birtist í