Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Blaðsíða 72

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Blaðsíða 72
76 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS skammt fyrir framan voru dyr til baðstofu. „Nýja stofa“ var byggð 1772, en það ártal var málað á fjöl yfir dyrunum. Stofan var sunnan við búrið og sneri frá austri til vesturs og var um 9 álnir á lengd og' um 6 á breidd. Fremsti hlutinn var þiljaður frá og nefndur forstofa. í forstofunni var opið eldstæði líkt og arinn, hlaðið úr múrsteini, og var járnofn, bíleggjari, úr því inn í stofuna. Á honum voru upp- hleyptar myndir, eins og algengt var um slíka ofna á 17., 18. og 19. öld í Skandinavíu, enda hefur hann vafalaust verið þaðan kominn. Þrír gluggar voru til suðurs, einn á forstofunni og tveir á stofunni sjálfri, og voru gluggatóftirnar mjög djúpar. Allir útveggirnir voru úr torfi, og sást hvergi í tré utan frá. Mun minna grjót var í þeim en öðrum veggjum og ekki virtust þeir eins vandaðir, enda voru þeir farnir að bila, þótt yngri væru taldir. Stofan var grænmáluð, og var hurðin með stórum og sterkum lömum og stórum lykli, svipað og á ,,gömlu stofu“. Þessi stofa hafði upphaflega verið skrifstofa sýslumannsins, en í seinni tíð var hún helzt höfð fyrir gesti, enda var ávallt mjög gest- kvæmt á Víðivöllum. Skólapiltar gistu þar oft, og Katrín, móðir Ein- ars Benediktssonar, svaf þar ævinlega, er hún gisti á Víðivöllum, sem oft var. Var lokrekkja með laufskurði yfir í norðausturhorni, norðan við dyrnar. í forstofunni, milli eldstæðisins og dyranna, var stigi upp á loftið. Það var pallstigi, gengið fyrst til norðurs upp á pallinn og síðan til vesturs upp með stofuþilinu. Undir pallinum var smáskot með lítilli hurð fyrir inn í stofuna, og var hurðin spjaldsett og með upphleyptum ferhyrningi. Á loftinu voru einungis gluggar á súð. Eldhúsið var í öftustu bæjarröðinni norðan við baðstofuna. Gengið var í það til norðurs, þar sem göngin beygðu, enda náði það allmikið norður fyrir göngin. Framan við dyrnar var allmikil kista í göngun- um, og á hana settust karlmennirnir, þegar þeir komu frá útiverkum og höfðu skóskipti. Sérstök hilla var fyrir inniskóna, en útiskór voru hengdir á snaga. — Þegar komið var inn í eldhúsið urðu fyrst fyrir stórir pottar, sem hvolfdu við veggina, og voru þeir notaðir við stórsuðu, slátursuðu og slíkt. Á gólfinu miðju var hlaðinn grjót- bálkur með fernum hlóðums. Vissu tvennar til norðurs og tilheyrðu búi Sigurðar Jónatanssonar en hinar vissu til vesturs og tilheyrðu búi Sigurðar sonar hans. Hlóðirnar voru misstórar, og voru stærri hlóðirnar hafðar við stórsuðu. Yfir þeim hengu pottarnir í hóböndum, en í hinum hvíldu pottarnir á hlóðarsteinunum. — Tvö borð eða bekkir voru í eldhúsinu, og hafði móðir Lilju það, sem stoð 1 norð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.