Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Blaðsíða 111
VÆTTATRÚ OG ÖRNEFNI
115
öðrum óþægindum fyrir almenning, sem leitt gæti af búðabygging-
um og mannavistum þar í búðum".1
Af Islendinga sögum er Njáls saga ein um að geta Almannagjár,
og er í þrjú skipti um að ræða að ráða þar launráðum, og er glöggt
a'ð hún hefur þótt vel til þess fallin einmitt af því að þangað hefur
verið fáfarið. Auk þess er í Njálu talað um að leita þar vígis.
Friðhelgi gjárinnar að fornu ásamt nafninu verður til þess að
Matthías hugsar sér að hún hafi einmitt verið friðuð handa almenn-
ingi. Hún hefði þá átt að vera skemmtigöngustaður og griðastaður
þeirra sem vildu leita hvíldar frá erli þingsins. Varla getur þó talizt
líklegt að fornmönnum hefði komið til hugar að stofna til slíks
skemmtigarðs eða þjóðgarðs á þingstaðnum. Sú hugmynd tilheyrir
miklu seinni tímum. Aftur á móti er trúlegt að fornmenn hafi engu
síður en nútímamenn — og jafnvel miklu fremur en þeir flestir —
orðið varir hinna dularfullu áhrifa sem gj áin býr yfir. Matthías hefur
lýst þeim vel í nefndri bók sinni: „Sums staðar er ríkur gróður, þar
sem ljósálfarnir líða um grundirnar og dansa á blómunum; sums
staðar, einkum í hliðargjánum, er dimmt og draugalegt, úrsvalt og
ömurlegt. . . Hamrabúarnir hlusta eftir öllu, sem sagt er, og hafa það
allt eftir. Sums staðar stara steintröllin út í bláinn og eilífðina . . .
Víða sjást gægjast upp höfuðin af hamrabúunum, t. a. m. á gjárbakk-
anum hærri, skammt upp frá Lögbergi, og þar ber við loftið stein-
nökkva með nokkurum bergrisum, álútum undir árum. — Aðgætið
auga og hlerandi hugur verða margs vísari í Almannagjá."2
í raun og veru mætti vel láta sér koma til hugar að hinir fornu
þingheyjendur hefðu alls ekki viljað eiga náttból í nábýli við hamra-
búa, álfa og aðra hynjamenn.3
En gefi Almannagjá á Þingvöllum lítið tilefni til að ætla að hún
hafi verið kennd við almenning, þá gjöra nöfnur hennar fjórar það
enn síður. Um Almannagjá í Reykjahverfi segir Skúli Þorsteins-
son í Árbók fornleifafélagsins 1929, 68. bls.: „ . . . er alldjúp lág, er
liggur norðaustur í Helgá . . . Ekki veit eg hvers vegna lágin heitir
þetta, nema vegur hafi legi'ð eftir henni til forna, en heldur er það
ólíklegt“. — Almannagjá í Grímsey norður er skora ein í fuglabjörg-
1 Fyrr nefnd bók, 138. bls.
2 Bls. 76—77.
3 Orðalag Sturlungu á einum stað: Og þá voru sénir álfar og aðrir kynjamenn ríða
saman í flokki í Skagafirði. Prestssaga Guðmundar góða, Sturlunga saga, 1946, I
123.