Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Blaðsíða 35

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Blaðsíða 35
NOKKRIR ÞÆTTIR 39 hann betur, þá skal hann börn sín fram færa. Nú má hann betur, þá skal hann systkin sín færa fram. Nú má hann betur, þá skal hann færa fram þá menn, er hann á arf áð taka eftir, og þá menn, er hann hefir arftaki tekna. Nú má hann betur, þá skal hann færa fram leysing sinn, þann er hann gaf frelsi“ (Grágás 1852, II, bls. 1). „Ef hann hefur eigi fé til að færa þau (þ. e. rnóður og föður) fram, þá skal hann fara þangað er enn nánasti niður er þeim þeirra manna, er fé á til að færa þau fram, þá skal hann bjóða þeim manni at ganga í skuld fyrir þau þar.“ (Grágás 1852, II, bls. 2). Það verður skiljan- legt af þessum ákvæðum, að í heiðni hefur heimilisföðurnum verið það mikið kappsmál að tryggja sig gegn óhóflegri ómegð og þá meðal annars méð heimildinni til að láta bera út börn. En hver voru hin fornu lög um barnaútburð, eða öllu heldur, hvernig var barn tekið í heiðið þjóðfélag? Með skírninni var barnið tekið í kristið samfélag hins íslenzka þjóðveldis, og kirkjan bar nokkra ábyrgð á guðsbörnum bæði í andlegum og veraldlegum efnum, eins og þau báru skyldur gagnvart kirkjunni. Þegar ísland komst undir konungdóm, þá gerðust guðsbörnin jafnframt konungsþegnar með svardögum. Þess verður hvergi vart, að heiðin trú hafi á íslandi stuðzt við fastmótaða stofnun með skipulegri yfirstjórn, er gæti veitt þegnunum skjól og aðhald á borð við hina kristnu kirkju. Sú eina stofnun, sem nokkurs má sín í hinu heiðna þjóðfélagi, er ættin. Það er fasti punkturinn, sem út frá er gengið, eins og greinilega kemur fram í vígslóða, baugatali, arfaþætti og ómagabálki Grágásar og víðar. Það er því sennilegast, að þegnréttur í hinu heiðna þjóðfélagi hafi miðazt við ættina, enda benda orðatiltæki eins og „kominn í ætt að lögum“ (Grágás, 1852, I, 169) og „skal maður í átt vera að lögum várum“ (Grágás, 1879, 192) ótvírætt til þess. í heiðni hefur því barn verið tekið í ætt þá, er það átti kyn til, og vafalítið hefur höfuð ættarinnar gert það, heimilisfaðirinn, ef um skíi'getið barn var að ræða. Og telja má líklegt, að formlega hafi það verið gert um leið og barninu var nafn gefið. í galdratali Hávamála er talað um að „verpa vatni á ungan þegn“ (148. v.), en gerst segir frá þessari athöfn í Rígsþulu, en hún mun ekki yngri en frá 10. öld (Einar Ól. Sveinsson: Islenzkar bókmenntir í fornöld, 1962, 287). Þar segir: „Jóð ól Edda / jósu vatni / hétu Þræl“ (6. v.), og samhljóða er frásögnin um Ömmu, nema „kölluðu Karl“, (21. v.) og um Móður segir: „Svein ól Móðir / jósu vatni / Jarl létu heita“ (34. v.). Síðan segir um afkvæmi Þræls og Þýjar: „Börn ólu þau / bjuggu og und.u“ (12. v.) og'eru það þrælaættir, og eins er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.