Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Blaðsíða 36
40
ÁRBÖK FORNLEIFAFÉLAGSINS
komizt að orði um börn Karls og Snarar (24. v.), þ. e. karlaættir.
En um Jarl og Ernu segir „ættir jóku“ (40. v.) og um syni þeirra:
„Upp óxu þar / Jarli bornir“ (42. v.) Hér er breytt um orðalag, börn
Jarls eru borin honum, en börn Karls og Þræls voru alin þeim.
Orðabækur telja í þessu sambandi borinn lýsingarhátt þátíðar af
bera í merkingunni ala eða fæða barn, en láta þess jafnframt getið,
að bera sé aðallega notað um kýr og kindur. Mér finnst erfitt að
koma þessu tvennu saman og því ástæ'ða til að athuga nánar, hvað
muni hafa falizt í hugtakinu borinn til forna. Ég veit þess engin
dæmi, að bera, þ. e. fæða, sé sagt um mennskar konur, heldur aðeins
um yfirnáttúrlegar verur „eina dóttur / ber Álfröðull“ (Vafþrúðnis-
mál 47. v.), Loki „hefir börn of borið“ (Lokasenna 23. og 33. v.)
Heimdall báru níu jötna meyjar (Hyndluljóð, 35. v.) og „Rindur
ber Vála“ (Baldursdraumar 11. v.). Orðmyndin borinn er allajafna
notuð svo, að sagt er að barn sé borið föðurnum, „þú ert, Óttar! /
borinn Innsteini" (Hyndluljóð, 12. v.), og „Guðrún Gjúka borin“
(Hamðismál, 2. v.), eða þá almennt „í heim borin“ (Helr. Brynh. 4.
v.), „varð einn borinn / öllum meiri“ (Hyndluljóð, 43. v.) og „Eg man
jötna / ár um borna“ (Völuspá 2. v.). Ennfremur benda samsett or'ð
eins og „höldborið“ og „hersborið“ (Hyndluljóð 11. v.) til, að barnið sé
borið föðurnum. Mestum heilabrotum hefur þó óborið valdið, og hefur
Halldór Halldórsson (Örlög orðanna, Ak. 1958, 93—110) rakið hinar
mismunandi skýringartilraunir manna á því hugtaki. Hann kemst
að eftirfarandi niðurstöðu: „Mér virðist sennilegast, að viðurnefnið
óborni (óborna) merki: „ekki viðurkennd(ur) af föður““ (bls. 109)
og bendir á, að sú athöfn a'ð gangast við barni hafi til forna heitið
„að bera í ætt“ (bls. 108). Þessu er ég fyllilega sammála að því við-
bættu, að borinn maður sé sá, er borinn var föðurnum til nafngiftar
og viðtöku í ætt hans.
Að efni til kemur þessi heiðni siður hvað ljósast fram í tryggða-
og griðamálum, eins og þau eru varðveitt í Staðarhólsbók, en þar
segir: „N° bætir fyrir sig og fyrir sinn erfingja, getinn og ógetinn,
borinn og óborinn, nefndan og ónefndan“ (Grágás, 1879, 407). í Kon-
ungsbók stendur „alinn og óborinn, getinn og ógetinn, nefndan og
ónefndan“ (Grágás, 1852, I, 206), eins er þessi formáli í Heiðar-
vígasögu (ísl. forn. IV. 313). Það er auðsætt, að röð atvikanna er
röng í Konungsbók og Heiðarvígasögu, erfingi er ekki alinn, áður
en hann er getinn, og auk þess á ekki saman alinn og óborinn,
enda virðast einhverjar vomur hafa verið á ritara Konungsbókar,
er hann skráði þetta, því hann hefur fyrst ritað óalinn, en síðan