Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Blaðsíða 135
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1966
139
annaðhvort eru gamlar byggingar safnsins eða fri'ðlýstar fornleifar.
Einnig rannsakaði hann fornaldargrafreit á Ormsstöðum í Eiðaþing-
há og gerði árangurslitla leit að fornmannsgröf á Dratthalastöðum
í Hj altastaðaþinghá.
Dagana 23.—25. sept. var þjóðminjavörður á ferð um Rangárvalla-
sýslu og Vestur-Skaftafellssýslu og kom þá við á mörgum stöðum og
setti upp friðlýsingarmerki, þar sem þurfa þótti. Er þetta liður í
þeirri fyrirætlan, sem ögn hefur verið reynt að koma í framkvæmd
á undanförnum árum, að endurskoða allar friðlýsingar fornminja.
Þokar þessu starfi áfram, þótt of hægt fari sökum anna safnmanna.
I ferðinni kom þjóðminjavörður m. a. við á Kirkjubæjarklaustri til
þess að reyna að finna eðlilega lausn á staðsetningu þeirrar nýju
kirkju, sem fyrirhugað er að reisa þar. Höfðu héraðsmenn helzt viljað
að hún yrði reist inni í kirkjugarðinum, þar sem tóftirnar að kirkju
séra Jóns Steingrímssonar eru nú. Þær eru hins vegar friðlýstar og
mjög skemmtilegar á áð sjá, svo að þjóðminjaverði virtist óverjandi
að eyðileggja þær nú, en fyrir vestan kirkjugarðinn virtist honum
upplagt að hin nýja kirkja stæði og væri þar hægt að láta hana
tengjast gamla garðinum með sínum minjum á ákjósanlegan hátt.
Gerði hann síðan grein fyrir þessu sjónarmiði í bréfi, og var fallizt
á það af hálfu þeirra, sem fyrir kirkjubyggingarmálinu standa.
Gísli Gestsson hafði eftirlit með ýmsum minjum í Þjórsárdal, sem
nú eru komnar í nábýli við hinar miklu virkjunarframkvæmdir.
Merkti hann í þessu skyni nokkrar rústir og mældi upp nokkurn hluta
af Sámsstaðarústum, sem eðiilegt þótti að leyft yrði að fjarlægja
vegna framkvæmdanna. Var þar um að ræða allmikið húsastæði neð-
an vegarins sem nú er, mjög mikið blásið.
Á þessu ári lauk nokkurri togstreitu, sem verið hefur milli póst-
og símamálastjórnarinnar og skipulagsnefndar kirkjugarða út af
gamla kirkjugarðinum við Aðalstræti í Reykjavík. Var að lokum sætzt
á að leyft yrði a'ð láta fyrirhugaða byggingu Landssímans ná nokkuð
inn á norðausturhorn gamla garðsins, og er það svæði miklu minna
en upphaflega var farið fram á. Þjóðminjasafnið tók að sér að hafa
eftirlit með upptöku þeirra beina, sem í ljós kynnu að koma. Tókst
góð samvinna um framkvæmd graftarins milli safnsins og yfirverk-
fræðins Landssímans, en Gísli Gestsson og Þorkell Grímsson tóku að
sér að fylgjast með því, sem fram yndi, fyrir safnsins hönd. Greft-
inum var þó ekki lokið um áramót og ekki búi'ð að taka upp neitt
af beinum.