Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Blaðsíða 34

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Blaðsíða 34
38 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSTNS Skír'ður — borinn. í Islendingabók segir svo um kristnitökuna. „Þá var það mælt i lögum, að allir menn skvldi kristnir vera og skírn taka, þeir er áður voru óskírðir á landi hér. En um barnaútburð skyldu standa hin fornu lög og um hrossakjötsát“ (bls. 29). Skírnin veitti mönnum inngöngu í hið kristna samfélag, og þessvegna eru í kristinna laga þætti Grá- gásar mjög nákvæm fyrirmæli um framkvæmd skírnarinnar, sem miðaði að því, að girða fyrir, að nokkur hvítvoðungur andaðist óskírð- ur. enda átti hann þá ekki leg í vígðum reit. Og óskírður maður átti ekki þjóðfélagsrétt hér á landi eftir kristnitöku. í Ólafs sögu Tryggvasonar er eftirfarandi skýring gefin á undan- þáguákvæðunum um barnaútburð og hrossaketsát: ,,En því að þeir menn, er mest hafa í móti gengið kristniboðinu, koma varla skilning á, að það megi samanfara að fæða upp börn öll, þau er alin eru, svo fátækra manna sem auðigra, en afneita og banna til mannfæðu þá hluti, sem alþýðunni er mestur styrkur í; því skulu þeir hafa sitt mál um það, að hin fornu lög skulu standa um barna útburð og hrossakjötsát." (Fornmannasögur II, 1826, 242). Þetta er eflaust í meginatriðum rétt til getið um ástæðuna til undanþágunnar, en hvergi er þess getið, hver in fornu lög um barnaútbur'ð voru. Á undanþáguna hefur sjálfsagt verið litið sem sanngirnismál, meðan ný löggjöf um framfærsluskyldu, er gæti mætt hinum nýju viðhorf- um, er sköpuðust af því að hætta að bera út börn, var ekki fyrir hendi. Kirkjan gerði sér títt um hag fátæklinga og hefur snemma orðið þess megnug að létta það mikið á framfærslu fátækra með fyrirmælum um matgjafir í sambandi við föstur, að fært þótti að nema undanþágurnar úr gildi. Endanleg skipun komst þó ekki á fátækraframfærsluna fyrr en með tíundarlögunum 1096, er hrepp- unum eru falin fátækramálin. Nú er þáð álit sumra, að hrepparnir hafi verið í einhverri mynd þegar á 10. öld (Magnús Már Lárusson: Hreppr, í Kulturhistorisk Leksikon). Þetta má rétt vera, en það er álit mitt, að þeir hafi ekki tekið þátt í ómagaframfærslu fyrr en í kristni og að það hafi verið lausnin á vandanum, sem skapaðist af að láta af barnaútburði. I hinu heiðna þjóðfélagi hefur framfærsluskyldan hvílt algerlega á ættinni, því til þess tíma tel ég megi rekja upphaf ómagabálks Grágásar, en þar segir: „Svo er mælt að sína ómaga á hver maður fram að færa á landi hér. Móður sína á maður fyrst fram að færa. En ef hann orkar betur, þá skal hann færa fram föður sinn. Nú má
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.