Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Blaðsíða 13

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Blaðsíða 13
FORN ÚTSKURÐUR FRÁ HÓLUM 1 EYJAFIRÐI 17 mynztursins (Þjms. 7015 d). Tvöföld útlína er lítt notuð í flatskurð- inum og hrjúfir eða skáskornir fletir alls ekki. Allt eru þetta einkenni Hringaríkisstíls, og verður naumast um villzt hinn nána skyldleika þessa útskurðar við t. d. skrautverkið á Árósasteini nr. V og norsku steinsökkunni frá Reve, svo að tvö dæmi séu nefnd af mörgum. Keim- urinn er hinn sami, og hið sama kemur í ljós, ef gengið er eftir smá- atriðum, brugðningar eða fléttur, uppundnir e'ða íbjúgir blaðendar, óháð frjálst skrautverk á annars auðum fleti. Brugðningarnir minna þó um leið á yngri Jalangursstíl, og ætti ef til vill að leggja á það nokkra áherzlu, enda er Hringaríkisstíll honum náskyldur. En efri hluti skrautverksins á Möðrufellsfjölunum sver sig þó enn greinileg- ar í ætt til Hringaríkisstíls. Mynztur hans eru að vísu oftast nær ekki upphleypt, en það kemur þó fyrir, t. d. á Lundúnasteinunum, og þess ber líka að minnast, að minj ar Hringaríkisstíls í tréskurði eru hvergi til nema á íslandi, og vantar því fyllilega sambærilegan efnivið. Aug- ljós vilji til að gera mynztrið upphleypt sést á Strandsteininum norska, og meistari hans mundi eflaust hafa látið þarna eftir sig upphleypt skrautverk, ef efniviður hans hefði verið þjálli, t. d. tré.“ Eftir nokkru frekari umræðu um toppmunstur fjalanna, dró ég síðan saman líkur um aldur þeirra á þessa leið: „Fræðimenn hafa hingað til oftast kennt Möðrufellsfjalirnar við Jalangursstíl, og má það að nokkru leyti til sanns vegar færa. En sum stílatriði þeirra bera glögg einkenni Hringaríkisstíls, eins og nú hefur verið sýnt. Af því leiðir að þær geta ekki verið frá 10. öld, eins og sagt hefur verið, heldur eru þær að öllum líkindum frá fyrri hluta 11. aldar eins og aðrar minjar Hringaríkisstíls. Þó geta þær verið meðal elztu minja hans eða frá um aldamótin 1000, því að rétt er að þær hafa meiri svip af Jalangursstíl en sérkennilegustu og kynhreinustu dæmi Hringaríkisstíls, sem til eru, svo sem Vangsteinninn, Strandsteinn- inn og Heggens-flaugin". — Síðan fór ég áð lýsa útskurðinum á Flatatungufj ölunum skagfirzku, sem er í röktum og ómenguðum Hringaríkisstíl, svo að þar kemst ekkert annað að. Ekki er ástæða til að bæta verulega við það, sem sagt er hér að framan um Möðrufellsfjalir. Þó er rétt að gefa jafnframt gaum að því, sem Ellen Marie Magerþy segir. Hún telur eins og ég, að beinast liggi við að flokka flatskurðinn á fjölunum undir yngri Jalangursstíl, en þó séu greinilega í honum atriði, sem jafnframt minni á Hringarík- isstíl. En hún leggur til muna meiri áherzlu en ég á skyldleika topp- munstranna við ýmis fyrirbrigði, sem sjá má á sænskum rúnasteinum, og færir rök fyrir máli sínu með dæmum. En af þessum skyldleika 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.