Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Blaðsíða 74
78
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Rúmbríkur með ártalinu 1712, hið eina sem til er úr gamla Viðivallabœnum.
Nú í Byggðasafni Skagfirðinga, Olaumbœ. — Ljósm. Stefán Pedersen.
inu var lokrekkja nyrzt a'ð vestan, sem hafði verið rúm sýslumanns-
hjónanna. Að austanverðu voru tvö rúm, rúm sýslumannsdætranna,
og á öðru þeirra voru útskornar bríkur með ártalinu 1772 og stöf unum
MIDA, sem er fangamark konu, óvíst hverrar. Þessar bríkur eru nú
í byggðasafninu í Glaumbæ, nr. 127, a—b, og eru hið eina, sem varð-
veitt er úr sjálfum bænum. Sama ártal var yfir dyrum „nýju stofu",
en samt var talið, að bríkurnar væru ekki upphaflegar í baðstofunni
og hefðu verið settar þar við viðgerð eða því um líkt. — Gluggi var
yfir stiganum að vestan, svo og á austursúð.
Miðbáðstofan var með venjulegu sniði, þrjú stafgólf að lengd, og
svaf vinnufólkið þar. Syðsta húsið var hins vegar aðeins eitt stafgólf
upphaflega, en á öðru búskaparári sínu, 1874, lengdi Sigurður Sig-
urðsson það til suðurs um eitt stafgólf og setti þar timburstafn með
glugga, og var það hús síðan svefnhús þeirra hjóna. Tvö rúm voru
þar inni, hvort sínum megin við gluggann, og aftan við þau voru
stundum lausarúm fyrir börnin. Syðra gaflhlaðið í baðstofunni hafði
verið geysiþykkt, og var framlenging hússins látin standa á gaflhlað-
inu. Þetta var hægt, vegna þess, að veggirnir voru allir orðnir þræl-