Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Blaðsíða 100
104
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
6. mynd. Gröfin á Ormsstööum fu'llgrafin. Hinum megin viö ána sést bcerinn Gilsár-
teigur. — The grave at Ormsstaöir excavated.
ins, og þarna er í góðu veðri, eins og var þegar uppgröfturinn var
gerður, mjög víð og fögur útsýn.
Holtið mun stundum vera nefnt Kvíaból, en á því voru áður úti-
hús, fjárhús, hlaða og hesthúskofi. Bak við hlöðuna mátti sjá áð væri
gamalt umrót af manna völdum, og það var einmitt þar, sem manna-
beinin komu í ljós.
Þegar ég kom á staðinn, sást í brotna höfuðkúpu, sem ætla mátti
að væri óhreyfð að öðru leyti, og auk þess voru svo sýnd bein, sem
jarðýtan hafði fært úr stað. Kom það líka undir eins í ljós, þegar
farið var að skyggnast nánar eftir, að allur efri hluti beinagrindar-
innar var óhreyfður að öðru leyti en því, áð hauskúpan hafði brotnað,
en aftur á móti hafði jarðýtan sópað burtu öllum beinum úr neðri
hluta líkamans. Efri hluti vinstra lærleggs var á sínum stað, svo og
mjaðmagrindin og allt þar fyrir ofan, eins og uppdráttur sýnir. Mað-
urinn hafði verið lagður á bakið, vinstri framhandleggur skáhallt
niður yfir lífið, svo að fingurbein vinstri handar lágu á hægra mjaðm-
arbeini, en hægri handleggur virtist helzt hafa verið beinn niður