Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Blaðsíða 86

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Blaðsíða 86
ÞORSTEINN M. JÓNSSON ÖNGULSÁ ~ ÚTNYRÐINGSSTAÐIR í þriðja kapítula Droplaugarsona sögu, þar sem kynntir eru nokkrir menn, er síðar koma við söguna, stendur meðal annars: „Hjarrandi hét maður, er bjó að Öngulsá fyrir austan vatn á Völlum út. Hann átti dóttur Helga Ásbjarnarsonar, er Þórkatla hét.“ Ekki er öngulsá nefnd oftar í sögunni, þótt Hjarranda sé getið, og hvergi er hún annars staðar nefnd í fornsögum eða öðrum ritum. Næst getur Hjarranda í Droplaugarsona sögu, er Helgi Ásbjarn- arson, sem þá bjó í Mjóanesi, hóf liðsafnað til þess að sitja fyrir Helga Droplaugarsyni, er hann kæmi fáliðaður úr Norðfjarðarför. Segir svo frá því, er Helgi Ásbjarnarson fór með lið sitt út Velli: „Nú fóru þeir heiman sextán saman til Höfða. Helgi bað Hjarranda fara með sér og Kára bróður hans. Hann segir: „Eg var búinn, þótt fyrr væri“.“ Kári hefur ekki verið kynntur áður í sögunni. Helgi Ásbjarn- arson hélt síðan með lið sitt austur í Eyvindarárdal,1 og sat hann þar fyrir nafna sínum við svonefndan Kálfshól.2 f Kálfshólsbardaga féll Helgi Droplaugarson. Þar féll og Kári bróðir Hjarranda og „var á skjöldum borinn heim til Höfða og orpinn haugur eftir hann.“3 í ritgerð séra Sigurðar Gunnarssonar á Hallormsstað um „örnefni frá Jökulsá í Axarfirði austan að Skeiðará,“ sem kom út í II. bindi af Safni til sögu ísl„ segir á bls. 461: „Öngulsá heitir nú enginn bær á Völlum, en verður að vera sami bær og Höfði á Völlum, er stendur í hlíð sunnan í háum höfða, utan við Höfðaá, sem nú er kölluð, en hefir ef til vill áður heitið Öngulsá. Seinna segir og sagan, að Hjarrandi, mágur Helga Ásbjarnarsonar, hafi búið á Höfða.“ Ýmsir fræðimenn hafa tekið þessa tilgátu séra Sigurðar sem heimild fyrir því, að Öngulsá hafi verið sami bær og Höfði, þar á meðal Kristian Kálund í Bidrag til 1 Svo er dalurinn nú nefndur, en í sögunni Eyvindardalur. 2 Kálfshváll er hóllinn nefndur í sögunni. 3 Allar tilvitnanir til Droplaugarsona sögu eftir Islenzkum fornritum XI, Rvík 1950.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.