Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Blaðsíða 125
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1966
129
á vegum Þjóðminjasafnsins og félagsins Germaníu og var opnuð í
sambandi við kynningarheimsókn nokkurra Þjóðverja. einkum frá
Köln og Hamborg. Við opnunina flutti dr. Gylfi Þ. Gíslason mennta-
málaráðherra ávarp, en sýninguna opnaði dr. Kramer, menntamála-
ráðherra Hamborgar. Margir boðsgestir sóttu opnun sýningarinnar,
en alls voru gestir á sýningunni 1200. I þessu sambandi má geta þess,
að Þjóðminjasafnið hefur um nokkurra ára skei'ð haft mjög vinsam-
leg samskipti við Altonaer Museum og fyrirhuguð er í því safni sýn-
ing á íslenkri alþýðulist á árinu 1967, eins og áður getur.
Hinn 23. okt. hófst sýning á skinnhandriti því með postulasögum,
sem nýlega var keypt fyrir ísland á uppboði í London og í daglegu tali
er nú oftast kallað Skarðsbók. Bókin var sýnd í nokkra daga í lokuðu
púlti í anddyri safnsins, og var það Handritastofnun Islands, sem sá
um sýninguna. Fjöldi manns skoðaði bókina.
í sambandi við 100 ára afmæli ísafjarðarkaupstaðar lánaði safnið
Byggðasafni Vestfjarða nokkra hluti af vestfirzkum uppruna, og
voru þeir sýndir þar vestra meðan á hátíðahöldunum stóð.
Hinn 2. sept. lánaði safnið fyrir orð og ábyrgð Fiskifélags Islands
20 hluti með íslenzkri alþýðulist, útskurð, vefnað o. fl. til sýningar
hjá verzlunarfyrirtækinu Eaton í Bandaríkjunum. Skyldu munir
þessir vera þáttur í íslandskynningu hjá fyrirtækinu. Mununum var
skilað í góðu ástandi hinn 20. jan. 1967.
Skólaheimsóknir.
Eins og að undanförnu var mikið um heimsóknir skóla og einstakra
bekkja í safnið. Margir skólar utan af landi komu hér í skólaferða-
lögum, en mest kvað þó að skipulögðum heimsóknum bekkja úr
gagnfræðaskólum Reykjavíkur undir stjórn og leiðsögn Hjörleifs
Sigurðssonar listmálara. Voru þeir nemendur alls 1580 á árinu.
Kennarar í myndlistarskólum eru alltíðir gestir hér með nemendur
sína, og enn á þessu ári hafði þjóðminjavörður leiðsögn um safnið
fyrir verðandi leiðbeinendur erlendra ferðamanna hér á landi.
Safnauki.
Færslur í aðfangabók voru 182 á árinu og oft margir hlutir í
hverri færslu. Merkustu gjafir, sem safninu bárust, voru sem nú
skal greina:
Ýmsir listmunir og erföagripir, gef. Ása Guðmundsdóttir Wright,
Trinidad; hnífapör Gríms Thomsens o. fl. viðkomandi honum og
fjölskyldu hans, gef. Aðalheiður Skúladóttir, Rvk; eftirlíking eftir
9