Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Blaðsíða 38

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Blaðsíða 38
42 ÁRBÖK FORNLEIFAFÉLAGSINS um hjónabandsbarn að ræða, þá er einsætt, áð faðirinn hefur ákveðið það, því á honum hvíldi framfærsluskyldan. Um þetta atriði tel ég, að þessi Grágásarákvæði veiti nokkrar upplýsingar: ,,Barn það, er móðir er mundi keypt, er þá arfgengt, er lifanda kömur í ljós og matur kömur í munn“. Svo í Konungsbók (Grg. 1852, I, 222), en í Staðarhólsbók segir: ,,matur kömur niður“ (Grg. 1879, 98). Þetta ákvæði um matinn hlýtur að vera heiðið. Kristin lög hafa eflaust miðað arfgqngina við það, hvort barnið væri skírt, því sá einn átti rétt í kristnu samfélagi, enda er svo gert í Jónsbók. Þar segir svo um þetta atriði: „og þó tekur barn arf eftir föður sinn og aðra menn að það sé getið og eigi fætt, ef þáð kemur lífs í ljós og verður skírt“ (bls. 79). Af þessu verður ráðið, að í hinu heiðna þjóðfélagi hafi þegn- réttur hins nýfædda frjálsborna barns miðazt við það, hvort það hafði nærzt. Hafi svo verið, þá hafði barnið öðlazt þann rétt, sem stáða þess í þjóðfélaginu að öðru leyti markaði því. Frjálsborið barn hefur þá orðið að bera út, áður en það nærðist, ef komast átti hjá sakfellingu vegna manndráps. Um þrælabörn hefur þetta ákvæði skipt litlu máli, því húsbóndi gat drepið þræl sinn, ef honum sýnd- ist svo. Gangur mála hefur þá verið sá, að þegar eftir fæðingu hefur faðirinn ákveðið, hvort bera skyldi barnið út eða það skyldi borið sér. Ef ákveðið var, að barnið skyldi alið upp, þá var hlúð að því og það fékk næringu, og þegar er móðirin var búin að öðlast nægan styrk eftir fæðinguna, bar hún föðurnum barnið til nafngiftar og viðtöku í ætt sína. Ekki er þó öllum veitt viðtaka af ætt föðurins, þótt frjálsbornir séu. Þar um segir í Grágás. „Eigi eru allir menn arfgengir, þótt frjálsbornir sé. Sá maður er eigi arfgengur, er móðir hans er eigi mundi keypt mörk eða meira fé eða eigi brullaup til gert eða eigi föstnuð" (Grg. 1852, I, 222, 1879, 66). Þegar þannig stóð á, hafa eftirfarandi ákvæði Grágásar gilt: „Ef sá máður kvongast fyrir ráð skaparfa síns, þá á það barn eigi arf að taka, enda á barn það að hverfa í móðurátt að framfærslu, til þess er það er 16 vetra gamalt“ (Grg. 1852, I, 223, 1879 67). í þessu sambandi er rétt að athuga, hvernig farið hafi um óskír- getin börn í heiðnum sið. Af Grágás, einkum festarþætti hennar, sést að í sambandi við skírlífisbrot gat verið um tvær sakir að ræða, fyrst legorðssök og síðan, ef brotið bar ávöxt, þá sókn til faðernis (Grg. 1852, II, 157 og 158 kap.). Mér þykir líklegt, að í heiðni hafi fyrst og fremst verið um legorðssök að ræða, enda liggja mjög
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.