Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Blaðsíða 15

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Blaðsíða 15
FORN ÚTSKURÐUR FRÁ HÓLUM I EYJAFIRÐI 19 Hringaríkisstíl og sést meðal annars mjög greinilega á Flatatungu- fjölum (8. mynd). Aftur á móti sést það ekki á því, sem varðveitt er af útskurði Möðrufellsfjala, þó að blaðendarnir með uppundningn- um eigi sér hliðstæðu þar. Hið samhverfa fyrirkomulag blaðanna á sér ekki samsvörun á Möðrufellsfj ölum, og reyndar er hún víst ekki svo algeng meðal Hringaríkisminja eða í rúnasteinastíl. En lítill vandi er þó að benda á dæmi, þar sem greinilega vottar fyrir svipuðu, þótt hvergi nemi blöðin eins rækilega saman að ofan og á Hólafjölinni, en það kynni að vera af því að flöturinn krafðist þess eða stuðlaði að því. Ég nefni til dæmis samhverfu blöðin í krikunum milli álmanna á krossi á rúnasteini frá Landshammar í Svíþjóð, sbr. áðurnefnda grein frá Mageroy, bls. 59. Ég nefni hina frægu bronsflaug frá Hegg- ens-kirkju í Noregi, sjá A. W. Brogger, Bronsefloiene fra Heggen og Tingelstad kirker,Norske oldfunn V, Oslo 1925, fig. 2, bls. 3, neðst á myndinni til vinstri. Ég nefni jafnvel blaðabekkina neðarlega á Dynna- steininum, sem eftirlíking er af hér 1 Þjóðminjasafni, og mörg fleiri dæmi mætti nefna, sem sýna ærinn skyldleika (9.—10. mynd). Það er sem sagt enginn vafi á, að útskurðurinn á Hólafjölinni er af ætt Hringaríkisstíls, en líklega má segja, að verkið sé öllu kraftmeira en vant er í þeim stíl, en það er af því hve dj úpt línurnar eru ristar. Ekki er auðvelt að benda á hliðstæðu við hina einkennilegu mynd eða uppdrátt, sem er ofan við blöðin og helzt minnir á fangamark í fljótu bragði. Eins og þegar er sagt, hygg ég helzt að þetta sé rist þarna af því áð listamanninum hafi fundizt flöturinn kalla á ein- hverja uppfyllingu, en kvistirnir tveir eru að líkindum aðeins sérstök útfærsla af þverböndum þeim, sem algeng eru í Hringaríkisstíl og sjást m. a. á Heggensflauginni, svo að eitthvað sé nefnt. Á Hólaf jölinni eru elcki eins fornleg stílatriði og á Möðrufellsfjölum, og ekki mundi yngri Jalangursstíll vera nefndur í sambandi við hana. Samt tel ég ekki ráðlegt að halda því fram, að hún sé yngri en þær, hún hlýtur að vera mjög frá sama tíma, svo mikill sem skyldleikinn er. En er hún þá ef til vill ein af þeim? Er hún skorin af sama manni, og hefur hún verið í sömu byggingu og þær? Ekkert er í sjálfu sér því til fyrirstöðu, að hún kynni að vera verk sama manns, en í raun- inni er fánýtt að halda því fram. Hún getur alveg eins verið verk samtímamanns hans, sem skar út í sama stíl. Og sitthvað finnst mér benda til þess, að hún sé ekki ein af Möðrufellsfjölunum, sé ekki úr sama húsi. Þrátt fyrir hinn nána skyldleika eru nokkur atriði, sem greina hana frá. I fyrsta lagi er skurðurinn á Hólafjölinni miklu þrótt- meiri en á Möðrufellsfjölunum, það eru notaðir sterkari drættir. í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.