Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Blaðsíða 18

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Blaðsíða 18
22 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS strikun er á borðum, stefnum, böndum, stýri, bryggju og árablöðum í fornleifafundinum mikla frá Oseberg, sem líklega er ekki yngri en frá miðri 9. öld, og strikun hefur einnig verið á Kvalsund-bátunum, sem eru nokkru eldri. Vísa ég um þetta efni einkum til ummæla Sheteligs í Osebergfundet I, bls. 358, þar sem hann gerir grein fyrir méð hvaða áhaldi hann hyggur að strikin séu gerð. Norðmenn kalla það bátastrik, en vitaskuld mátti einnig nota áhaldið til að gera strik á hvaða trésmíði sem var, þótt ekki væri bátar. Frá víkingaöld hafa oft fundizt í gröfum trésmíðaáhöld, sem sum eru einhvers konar sköf- ur, notaðar í hefla stað, eða jafnvel bátastrik eins og notuð voru á seinni tímum, sjá Jan Petersen, Vikingetidens redskaper, Oslo 1951, kaflann um snekkerredskaper. Um hefla almennt og þá einnig strik- hefla og notkun þeirra á Norðurlöndum sjá G. A. Norman, Hovelens historie, Lillehammer 1954, gagnlegt rit að mörgu leyti. Strikunin á Hólafjölinni er gott framlag til þekkingar á trésmíðalist 11. aldar, en hún er einnig eitt af því, sem skýrast skilur hana frá Möðrufells- fjölum. Við þetta bætist svo, að Hólafjölin er ekki úr sams konar viði og Möðrufellsfjalirnar. Haraldur Ágústsson viðartegundafræðingur hef- ur rannsakað það mál. Hann segir, að Möðrufellsfjalirnar séu úr furu, eins og áður hefur verið talið. Hólafjölin er reyndar einnig úr furu, en annars konar. Telur Haraldur, að þar sé helzt um að ræða lindifuru, pinus cembra L., eða afbrigði hennar, Síbiríufuru, pinus cembra L. var. sibirica Loud. Þessi viðartegund er talin mjög góð að skera í hana. Af þeim ástæðum, sem nú voru greindar, tel ég líklegast að Hólaf jöl sé ekki úr sama húsi og Möðrufellsfjalir, en reyndar gerð á sama tíma í sama héraði, ef til vill af sama manni, þótt slíkt verði að sjálf- sögðu að liggja milli hluta. 4 Ekki er óeðlilegt, að sú spurning vakni, í hvers konar húsi Hóla- fjölin hafi upphaflega verið. Þeirri spurningu er vandsvarað, en aftur koma manni Möðrufellsfjalirnar í hug. Þær voru í húsi, sem kallað var skálinn, og þar voru margir aðrir gamlir viðir, sem enginn útskurður var á, en virtust vera úr sömu byggingunni, segir Matthías Þórðar- son. Fyrir því taldi hann líklegt, að fjalirnar væru allar úr fornum skála, og hefur síðan verið algengt áð nefna fjalirnar skálaþiljurnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.