Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Page 18
22
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
strikun er á borðum, stefnum, böndum, stýri, bryggju og árablöðum
í fornleifafundinum mikla frá Oseberg, sem líklega er ekki yngri en
frá miðri 9. öld, og strikun hefur einnig verið á Kvalsund-bátunum,
sem eru nokkru eldri. Vísa ég um þetta efni einkum til ummæla
Sheteligs í Osebergfundet I, bls. 358, þar sem hann gerir grein fyrir
méð hvaða áhaldi hann hyggur að strikin séu gerð. Norðmenn kalla
það bátastrik, en vitaskuld mátti einnig nota áhaldið til að gera strik
á hvaða trésmíði sem var, þótt ekki væri bátar. Frá víkingaöld hafa
oft fundizt í gröfum trésmíðaáhöld, sem sum eru einhvers konar sköf-
ur, notaðar í hefla stað, eða jafnvel bátastrik eins og notuð voru á
seinni tímum, sjá Jan Petersen, Vikingetidens redskaper, Oslo 1951,
kaflann um snekkerredskaper. Um hefla almennt og þá einnig strik-
hefla og notkun þeirra á Norðurlöndum sjá G. A. Norman, Hovelens
historie, Lillehammer 1954, gagnlegt rit að mörgu leyti. Strikunin á
Hólafjölinni er gott framlag til þekkingar á trésmíðalist 11. aldar,
en hún er einnig eitt af því, sem skýrast skilur hana frá Möðrufells-
fjölum.
Við þetta bætist svo, að Hólafjölin er ekki úr sams konar viði og
Möðrufellsfjalirnar. Haraldur Ágústsson viðartegundafræðingur hef-
ur rannsakað það mál. Hann segir, að Möðrufellsfjalirnar séu úr
furu, eins og áður hefur verið talið. Hólafjölin er reyndar einnig úr
furu, en annars konar. Telur Haraldur, að þar sé helzt um að ræða
lindifuru, pinus cembra L., eða afbrigði hennar, Síbiríufuru, pinus
cembra L. var. sibirica Loud. Þessi viðartegund er talin mjög góð að
skera í hana.
Af þeim ástæðum, sem nú voru greindar, tel ég líklegast að Hólaf jöl
sé ekki úr sama húsi og Möðrufellsfjalir, en reyndar gerð á sama
tíma í sama héraði, ef til vill af sama manni, þótt slíkt verði að sjálf-
sögðu að liggja milli hluta.
4
Ekki er óeðlilegt, að sú spurning vakni, í hvers konar húsi Hóla-
fjölin hafi upphaflega verið. Þeirri spurningu er vandsvarað, en aftur
koma manni Möðrufellsfjalirnar í hug. Þær voru í húsi, sem kallað var
skálinn, og þar voru margir aðrir gamlir viðir, sem enginn útskurður
var á, en virtust vera úr sömu byggingunni, segir Matthías Þórðar-
son. Fyrir því taldi hann líklegt, að fjalirnar væru allar úr fornum
skála, og hefur síðan verið algengt áð nefna fjalirnar skálaþiljurnar