Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Blaðsíða 62

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Blaðsíða 62
66 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Skal nú vikið að fyrirbrigðunum, sem greind eru í I. kafla og í sömu röð og þau eru nefnd þar. Atburðurinn, sem Þorsteinn í Laufási getur um, minnir mest allra fyrirbrigða íslenzkra, sem vitað er um, á lýsingu Konungsskuggsjár á hafgerðingum. Hafi höfundur Konungsskuggsjár heyrt svipaða frásögn og Þorsteinn greinir frá, er ekki að furða, þótt lýsing hans beri þau auðkenni, sem raun ber vitni. Af greinargerð Þorsteins má ráða, áð hann siglir tröð, sem sjórinn girðir af, og hafi hún verið jafndjúp og hann gizkar á, hafa veggir hennar verið háir sem gnípur, líkt og sagt er frá í Konungsskuggsjá. Bjarni Sæmundsson segir í bók sinni „Sjórinn og sævarbúar": — „Öldur eða bylgjur geta myndazt niður í sjónum (kaföldur), án þess að þeirra verði vart við yfirborðið, en sýni tilveru sína með t. d. meiri seltu en sjórinn er yfir þeim og undir. Lendi kafalda á leið sinni á t. d. brattri landgrunnsbrún, rennur hún með feiknakrafti upp brekkuna og kemst jafnvel upp á yfirborð sjávarins, svo að þar geti komið brotsjóir, eins og ef um blindsker eða grynningar væri að ræða.1 —------Ekki er ósennilegt, að kaföldur geti gert vart við sig hér á landgrunnsbrúninni við sunnanvert landið og komið mönnum til að halda, að þar sé um blindsker eða boða að ræða, þar sem þær brjótast upp á yfirborðið“2. Þorsteini í Laufási þótti þessi skýring Bjarna Sæmundssonar langsennilegust, því að hann segir: „Þar sem nú landgrunnsbrúnin er aðeins fáar mílur frá þeim stað, sem við fengum sjóinn, geta þessar lýsingar Bjarna átt vel hér við.“3 Vitanlega má ekki horfa fram hjá því, að sá stáður, sem Þorsteinn hefur verið á, þá er fyrir hann bar áðurgreindan atburð, er á eldgosasvæði landgrunnsins. Áþreifanlega hefur það komið í ljós, eftir að Þorsteinn reit minningar sínar. Fyrirbrigðið á Kambshrauni í Faxaflóa læt ég haffræðingum eftir að skýra. Eyjafjarðaratburðurinn á sér stað á jarðskjálftasvæði. Ef til vill vefst nokkuð fyrir ókunnugum að skilja, hvers vegna Eggert Ólafsson heldur inn Breiðasund í átt til Hrappseyjar, en er á leið heim til sín vestur í Hergilsey. Breiðfirðingar þurfa ekki að fara í grafgötur um, hvers vegna Eggert hagar svo för sinni. Hann er að berja undir vind til þess að fá ífellt og geta síðan siglt á sama 1 Bjarni Sæmundsson: Sjórinn og sævarbúar, Rvík 1943, bls. 52. 2 Sama, bls. 108. Þorsteinn Jónsson: Formannsævi í Eyjum, Rvik 1950, bls. 97.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.